Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 99
97
ákvörðun refsingar var litið til þess að nauðgunarbrot hans var „hrottalegt
og beitti hann þar í senn ofbeldi og alvarlegum hótunum, en brotaþoli hlaut
talsverða áverka af hans völdum“. Í samanburði við nauðgunarbrotið má ætla
að árásin á föður hans hafi haft lítil ef nokkur áhrif við ákvörðun refsingar,
a.m.k. er ekki vísað til 3. mgr. 70. gr. hgl. í því sambandi.
H 214/2013
Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl., með því að hafa
ráðist á fyrrverandi sambúðarkonu sína í sumarbústað þar sem þau voru
tvö saman. Hann var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Ekki var
vísað til 3. mgr. 70. gr. hgl. við ákvörðun refsingar.
H 757/2013
Maður var sakfelldur fyrir að ráðast í tvígang á sambúðarkonu sína með fimm
daga millibili. Í annað skiptið stakk hann fingri í leggöng hennar. Brot hans
voru talin varða við 1. mgr. 194. og 1. mgr. 217. gr. hgl.66 Með hliðsjón af 77. og
78. gr. hgl. var hann dæmdur í fangelsi í 2 ár. Í dóminum kemur fram að konan
hafi verið sambúðarkona ákærða og verði „litið til 3. mgr. 70. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans vegna þeirra brota“.
H 68/2014
Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. og 1. mgr. 218. gr. hgl., með
því að hafa ráðist í tvígang á sambýliskonu sína á heimili þeirra. Með hliðsjón
af 77. og 78. gr. hgl. var hann dæmdur í fangelsi í fimm mánuði. Í dóminum
segir: „Við ákvörðun refsingar verður ekki fram hjá því litið að þegar ákærði
framdi seinna brot sitt var honum kunnugt um að brotaþoli bar barn undir
belti, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá var annað
barna brotaþola viðstatt á heimilinu umrætt sinn. Loks þykir 3. mgr. 70. gr.
almennra hegningarlaga mæla með þyngingu refsingar.“
H 508/2014
Maður var sakfelldur fyrir að halda barnsmóður sinni og fyrrum unnustu
nauðugri í íbúð hennar í fimm klukkustundir aðfaranótt jóladags 2013, uns
henni tókst að flýja og leita skjóls hjá nágranna. Hann barði hana ítrekað,
hótaði henni og tveggja ára dóttur þeirra lífláti ásamt því að þröngva henni
til samræðis á hrottafenginn hátt. Til viðbótar hótaði hann að beita hnífi gegn
lögreglu ef hún reyndi inngöngu. Háttsemi mannsins varðaði við 1. mgr.
106., 1. mgr. 194., 1. mgr. 217., 1. mgr. 226. og 233. gr. hgl. Hann var dæmdur
í fangelsi í sex ár. „Við ákvörðun refsingar ákærða er til refsiþyngingar
að nauðgunarbrot hans var framið á sérstaklega meiðandi hátt, sbr. c. lið
195. gr. almennra hegningarlaga“, segir í dómi Hæstaréttar sem staðfesti
refsiákvörðun héraðsdóms og forsendur hennar. Þá segir: „Brot ákærða
gagnvart A voru sérlega hrottafengin og langvinn en hann olli henni líkam-
legum áverkum og nauðgaði henni með því að þvinga hana til samræðis
66 Í málinu var sökunautur jafnframt sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. hgl.
(hrækti á lögregluna).