Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 28
26 Í Hrd. 1998, bls. 985 (Arnarnes) reyndi á gildi eignarnáms sem fram fór af hálfu Garðabæjar á grundvelli 28. gr. þágildandi skipulagslaga nr. 19/1964 (sbr. nú 50. gr. laga nr. 123/2010) á 34 hektara landspildu á Arnarneshálsi. Ógildingarkrafa eignarnámsþola var á því byggð að formlegir ágallar hefðu verið á stjórnvaldsákvörðun eignarnemans, að skort hefði á lagaskilyrði og loks að efnisleg skilyrði hefðu ekki verið fyrir hendi til beitingar eignarnáms. Ekki var fallist á að eignar - náms ákvörðunin hefði verið haldin neinum þeim formlegu ágöllum sem vörðuðu ógildi hennar. Laut megindeila málsaðila um laga- grundvöllinn að því til hvers konar skipulags væri vísað í 28. gr. þágildandi skipulagslaga, þ.e. aðalskipulags svo sem eignarneminn hélt fram eða deiliskipulags eins og eignarnámsþoli hélt fram. Skýring samkvæmt orðanna hljóðan tók ekki af skarið um þetta, en greinin var svohljóðandi: „Heimilt er sveitarstjórn að taka einstakar fasteignir eða hluta fasteignar eignarnámi, ef þess gerist nauðsyn vegna framkvæmda á staðfestu skipulagi.“ Féllst Hæstiréttur á sjónarmið eignarnemans, Garðabæjar, og taldi að túlka bæri 28. gr. þannig að nægjanlegt væri að aðalskipulag væri fyrir hendi. Stóð þá eftir framangreind málsástæða eignarnámsþola þess efnis að efnisleg skilyrði hefðu staðið í vegi lögmætrar eignarnámsákvörðunar. Um endurskoðunarheimild dóm- stóla hvað þann þátt varðar segir svo í dómi Hæstaréttar: „Hins vegar þarf að taka afstöðu til þess eftir kröfu áfrýjenda, hvort nauðsyn hafi borið til eignarnámsins, eins og atvikum var háttað, en um það geta dómstólar átt úrskurðarvald samkvæmt 60. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Auk stöðu skipulagsins þarf þá meðal annars að huga að því, hvort stefndi hafi reynt til nægilegrar hlítar að ná samningum við áfrýjendur um landið, sbr. nú 3. mgr. 32. gr. laga nr. 73/1997, sem byggir á eldri réttarframkvæmd.” [áherslubreyting höfunda] Um grundvöll þeirrar málsástæðu vísuðu eignarnáms þolar til heim- ildar 1. málsliðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi skipulagslaga nr. 19/1964 um heimild eigenda lands í einkaeigu til þess að fá það skipulagt sem byggingar lóðir til eigin ráðstöfunar að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum. Féllst Hæstiréttur á að sú leið hefði ekki verið reynd til þrautar og skilyrði 28. gr. þágildandi skipulagslaga til eignarnámsins hefðu því ekki verið uppfyllt. Af því leiddi, að fallist var á kröfu eignarnámsþolans um ógildingu ákvörðunarinnar en nánar verður vikið að þessum þætti í úrlausn dómsins í kafla 4.3. Í dómi Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli máli nr. 444/2002 (Smiðjuvegur) reyndi á gildi eignarnáms sem fram fór á grundvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.