Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 21
19 „Nú nær fyrirtæki ekki samkomulagi við landeiganda eða eiganda orkulinda vegna framkvæmda á grundvelli laga þessara, þar með talið um endurgjald fyrir landnot, vatnsréttindi, jarðhitaréttindi eða aðrar orkulindir, og getur ráðherra þá tekið eignarnámi nauðsynlegt land, landgæði, mannvirki, aðstöðu og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til. Ráðherra afhendir viðkomandi fyrirtæki þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi. Ráðherra getur heimilað fyrirtækinu að framkvæma eignarnámið og ber það allan kostnað af eignarnáminu.“ Þessi framsetning er ekki að öllu leyti glögg og ekki sá munur sem sýnist gerður á réttarstöðunni eftir 2. málslið annars vegar og 3. málslið hins vegar. Í fyrsta lagi má spyrja hvort að efnislegur munur sé á þeirri tilhögun eignarnáms sem ráðgerð er í þessum málsliðum. Það er einkum túlkun síðari málsliðarins sem veldur vafa þegar mælt er fyrir um að ráðherra geti heimilað fyrirtækinu að framkvæma eignarnámið. Enga leiðbeiningu er að finna í lögskýringargögnum en ákvæðið verður vart skýrt svo rúmri merkingu að stjórnvaldið geti framselt til fyrirtækisins heimildina til þess að taka ákvörðun um eignarnám.33 Með sama hætti er óljós sú tilhögun að fyrirtækið beri þá allan kostnað af eignarnáminu en sambærilegan áskilnað er ekki að finna í 2. málslið. Í lögum um framkvæmd eignarnáms kemur fram í 11. gr. að kostnað af starfi matsnefndar eignarnámsbóta skuli greiða úr ríkissjóði en að matsnefnd ákveði hverju sinni í úrskurði sínum, þegar ríkið er ekki eignarnemi, hverja greiðslu eignarnemi skuli inna af hendi til ríkissjóðs vegna þess kostnaðar. Tilvitnuð lagagrein hefur verið túlkuð þröngt af dómstólum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 2. október 2008 í máli nr. 619/2007 (Veiðifélag Norðurár í Skagafirði), og þá þannig að matsnefnd sé ekki bær til þess að úrskurða um þann kostnað sem til verður vegna sjálfrar ákvörðunarinnar um eignarnám eða aðdraganda hennar.34 Allt veldur þetta því að vafi er uppi um framangreindan áskilnað 3. málsliðar 1. mgr. 23. gr. raforkulaga um skyldur viðkomandi fyrirtækis til að greiða kostnað af eignarnámi. Af þessu tilefni er vert að árétta það að enda þótt rök standi sannarlega til þess að sá aðili sem eignarnám er gert í þágu eigi með réttu að bera allan kostnað af því þá er framangreind tilhögun varasöm enda mætti túlka hana á þann veg að fyrirtækið gæti með einum eða öðrum hætti keypt aðgang að þeim réttindum sem um er að ræða. Það er þó vart tilætlunin en óskýr framsetning af þessum toga og skortur á samræmi í lagaáskilnaði 33 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 2965. 34 Sjá hins vegar álit UA frá 22. febrúar 2002 í máli nr. 2960/2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.