Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 21
19
„Nú nær fyrirtæki ekki samkomulagi við landeiganda eða eiganda orkulinda
vegna framkvæmda á grundvelli laga þessara, þar með talið um endurgjald
fyrir landnot, vatnsréttindi, jarðhitaréttindi eða aðrar orkulindir, og getur
ráðherra þá tekið eignarnámi nauðsynlegt land, landgæði, mannvirki, aðstöðu
og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til. Ráðherra
afhendir viðkomandi fyrirtæki þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi.
Ráðherra getur heimilað fyrirtækinu að framkvæma eignarnámið og ber
það allan kostnað af eignarnáminu.“
Þessi framsetning er ekki að öllu leyti glögg og ekki sá munur sem
sýnist gerður á réttarstöðunni eftir 2. málslið annars vegar og 3.
málslið hins vegar. Í fyrsta lagi má spyrja hvort að efnislegur munur
sé á þeirri tilhögun eignarnáms sem ráðgerð er í þessum málsliðum.
Það er einkum túlkun síðari málsliðarins sem veldur vafa þegar mælt
er fyrir um að ráðherra geti heimilað fyrirtækinu að framkvæma
eignarnámið. Enga leiðbeiningu er að finna í lögskýringargögnum en
ákvæðið verður vart skýrt svo rúmri merkingu að stjórnvaldið geti
framselt til fyrirtækisins heimildina til þess að taka ákvörðun um
eignarnám.33 Með sama hætti er óljós sú tilhögun að fyrirtækið beri
þá allan kostnað af eignarnáminu en sambærilegan áskilnað er ekki
að finna í 2. málslið. Í lögum um framkvæmd eignarnáms kemur fram
í 11. gr. að kostnað af starfi matsnefndar eignarnámsbóta skuli greiða
úr ríkissjóði en að matsnefnd ákveði hverju sinni í úrskurði sínum,
þegar ríkið er ekki eignarnemi, hverja greiðslu eignarnemi skuli inna
af hendi til ríkissjóðs vegna þess kostnaðar. Tilvitnuð lagagrein hefur
verið túlkuð þröngt af dómstólum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 2. október
2008 í máli nr. 619/2007 (Veiðifélag Norðurár í Skagafirði), og þá þannig að
matsnefnd sé ekki bær til þess að úrskurða um þann kostnað sem til
verður vegna sjálfrar ákvörðunarinnar um eignarnám eða aðdraganda
hennar.34 Allt veldur þetta því að vafi er uppi um framangreindan
áskilnað 3. málsliðar 1. mgr. 23. gr. raforkulaga um skyldur viðkomandi
fyrirtækis til að greiða kostnað af eignarnámi. Af þessu tilefni er vert
að árétta það að enda þótt rök standi sannarlega til þess að sá aðili sem
eignarnám er gert í þágu eigi með réttu að bera allan kostnað af því
þá er framangreind tilhögun varasöm enda mætti túlka hana á þann
veg að fyrirtækið gæti með einum eða öðrum hætti keypt aðgang að
þeim réttindum sem um er að ræða. Það er þó vart tilætlunin en óskýr
framsetning af þessum toga og skortur á samræmi í lagaáskilnaði
33 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 2965.
34 Sjá hins vegar álit UA frá 22. febrúar 2002 í máli nr. 2960/2000.