Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 32
30
eiga stjórnvöld, hvort stjórnsýslulögin skuli gilda um slíka samninga og
hvort jafna megi þeim til stjórnvaldsákvarðana. Álitaefnið lýtur nánar
tiltekið að því hvort að slíkir samningar falli samkvæmt hefðbundinni
flokkun stjórnsýsluréttar í flokk samninga einkaréttarlegs eðlis eða
stjórnsýslusamninga.53 Sú afstaða getur verið uppi að viðkomandi
stjórnvald hefur að lögum heimild til að taka réttindin eignarnámi
og eigandinn stendur þá frammi fyrir því að semja annað hvort við
stjórnvaldið eða eiga yfir höfði sér að beitt verði eignarnámi. Til dæmis
getur stjórnvaldið hafa lýst því yfir að verði ekki gengið til samninga
þá verði leitað eignarnáms. Fasteignareigandi getur undir þeim
kringum stæðum talið vænlegast að gera samning við stjórnvaldið.
Við þær aðstæður væri varlegast að ætla fasteignareigandanum sömu
réttarstöðu og þá sem stjórnsýslulög gera ráð fyrir við töku stjórn-
valdsákvörðunar.54 Öðru máli kann að gegna ef fasteignareigandi og
stjórnvald semja um kaup á fasteign án þess að stjórnvaldið hafi lýst
því yfir eða gefið í skyn að ella verði leitað eignarnáms, enda þótt
slík heimild sé fyrir hendi að lögum.55 Þó skal tekið fram að alltaf er
ákveðinn aðstöðumunur á milli aðila þegar þessi staða er uppi og
eðlilegt að sönnunarbyrði um að eignarnám hafi ekki komið til álita
hvíli á stjórnvaldinu. Af þessu leiðir að krafa um að fylgt sé ákvæðum
stjórnsýslulaga og meginreglum stjórnsýsluréttar þegar samið er við
fasteignareiganda er þeim mun ríkari.
4.2 Formreglur við töku ákvörðunar um eignarnám
Í raun þarf vart að árétta það að við töku ákvörðunar um eignarnám er
stjórnvald bundið, bæði af lögfestum reglum stjórnsýsluréttarins, sbr.
stjórnsýslulög nr. 37/1993, sem og ólögfestum reglum réttarsviðsins.
Finna má ýmis dæmi þess að dómstólar hafi lagt áherslu á þær ríku
53 Um stjórnsýslusamninga sjá Björn Þ. Guðmundsson: „Grundvallarhugtök í stjórn-
sýslurétti“. Tímarit lögfræðinga 1987, bls. 95-96, en þar skilgreinir höfundur stjórnsýslu-
samninga á þá leið að a.m.k. einn samningsaðila sé bundinn af reglum stjórnsýsluréttar.
Jafnframt vísast til Páls Hreinssonar: Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Reykjavík 2005, bls. 191-208.
54 Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gilda ákvæði II. kafla laganna um sérstakt
hæfi raunar um alla samninga sem stjórnvöld standa að, þar á meðal samninga einkaréttar
eðlis.
55 Sjá nánar Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls. 143-144. Í umfjölluninni
er lögð áhersla á að samningar um kaup á landi sem koma (fræðilega) í staðinn fyrir
eignarnám sé ekki ekki unnt að flokka með einhlítum hætti og verði að meta hvert tilvik
fyrir sig. Tekið er fram að þannig sé t.d. ekki ástæða til þess að telja samning um kaup á
jörð stjórnvaldsákvörðun þegar engin áform hafi verið uppi hjá sveitarstjórn um að taka
jörð eignarnámi eða á það minnst við samningsgerð. Hins vegar sé önnur staða uppi
þegar skilyrði eignarnáms eru fyrir hendi og ljóst er að sveitarstjórn mun leita heimildar
til eignarnáms náist samningar ekki.