Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 93
91 líta til tengsla þolanda og geranda við beitingu ákvæðisins og þess rofs á trúnaðarsambandi og trausti þeirra á milli sem í háttseminni felist. Hins vegar sé ljóst að ávallt muni koma upp takmarkatilvik og geti dómstólar þurft að meta það í einhverjum tilvikum hvort samband aðila sé svo náið að það teljist falla undir þau sjónarmið sem búa að baki ákvæðinu. Erfitt er að setja algilda reglu um inntak og eðli parasambands til að kveða á um hvort það fellur undir 218. gr. b eða ekki. Sambandi ungs fólks, sem enn býr í foreldrahúsum, verður almennt ekki jafnað til sambands þar sem aðilar halda saman heimili eða hafa haldið saman heimili. Taka verður undir með allsherjar- og menntamálanefnd að alltaf muni koma upp takmarkatilvik sem dómstólar þurfi að taka afstöðu til. Eitt þeirra markmiða, sem stefnt er að með 218. gr. b, er að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi. Ákvæðið verndar þannig öll börn sem búa við heimilisofbeldi, óháð því hvort þeirri háttsemi, sem höfð er í frammi til að skapa ástand ógnar, ofríkis eða kúgunar, er beinlínis beint gegn þeim eða ekki.51 Nánar er fjallað um vernd barna í kafla 8.4. d) Refsimörk Refsimörk 1. mgr. 218. gr. b eru ákveðin þannig að hámarksrefsing fyrir brot gegn ákvæðinu sé þyngri en hámarksrefsing fyrir einstaka verknaði, sem taldir eru upp og geta falið í sér sjálfstætt brot samkvæmt hegningarlögunum, þ.e. líkamlegt ofbeldi (217. og 1. mgr. 218. gr.), nauðung (1. mgr. 225. gr.), frelsissvipting (1. mgr. 226. gr.) og hótanir (233. gr.). Til viðbótar var litið til tengsla geranda og þolanda sem talin eru auka á grófleika brots. Við ákvörðun hámarksrefsingar fyrir stórfellt ofbeldisbrot í nánum samböndum, sbr. 2. mgr. 218. gr. b, var tekið mið af hámarksrefsingu í 2. mgr. 218. gr. hgl. e) Fyrning Í 58. gr. Istanbúl-samningsins er að finna ákvæði um fyrningu alvar legra brota gegn börnum. Þar er mælt svo fyrir að aðildarríkin skuli tryggja börnum raunhæfan möguleika á að kæra brot og leita réttar síns eftir að þau hafa náð fullorðinsaldri. Til að mæta þessu var 218. gr. b bætt við upptalningu í síðari málslið 1. mgr. 82. gr. hgl., sem kveður á um upphaf fyrningarfrests tiltekinna alvarlegra brota gegn börnum, sbr. 3. gr. laga nr. 23/2016. Þannig hefur verið tryggt að fyrningarfrestur vegna brota gegn 218. gr. b byrji aldrei að líða fyrr en brotaþoli hefur náð 18 ára aldri.52 51 Sjá skýringar með 4. gr. 52 Sama regla gildir um upphaf fyrningarfrests vegna brota gegn 2. mgr. 216. gr. (nauð- ungar fóstureyðing) og 2. mgr. 225. gr. hgl. (nauðungarhjónaband), sbr. 3. gr. laga nr. 23/2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.