Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 103

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 103
101 og lífshættu“. Þá kemur fram að konan þjáist af áfallastreituröskun og þunglyndi í kjölfar árásarinnar. Tveggja ára dóttir konunnar og ofbeldismannsins var viðstödd og kemur fram að atburðurinn sæki mjög á hana og trufli daglegt líf hennar. Í vottorði frá leikskólanum segir að hegðunarbreytingar hafi orðið vart hjá henni og hún hafi verið mun óöruggari og minni í sér en venjulega. Í H 121/2012 réðst maður á þungaða sambýliskonu sína með þeim afleiðingum m.a. að legvatn fór að leka. Í vottorði læknis kemur fram að áverkarnir hafi stefnt lífi ófædda barnsins í mikla hættu. Er það virt refsingu til þyngingar. Þá er í mörgum dómanna lýst alvarlegum sálrænum afleiðingum. Í H 121/2012 kemur fram að hið andlega og líkamlega ofbeldi, sem brotaþoli hafi orðið fyrir af hendi ákærða, hafi komið í veg fyrir að hún nyti meðgöngunnar og fyrstu mánaðanna eftir fæðingu barnsins. Hún hafi verið hrædd, kvíðin, reið, döpur og lengi vel í hálfgerðu áfalli yfir því sem hafi gerst. Í H 68/2014 sló maður sambýliskonu sína í andlitið með þeim afleiðingum að bein brotnaði í nefi hennar og varðaði brotið þegar af þeirri ástæðu við 1. mgr. 218. gr. hgl. e) Þungun. Í þremur málanna er ráðist á vanfæra konu, sbr. H 121/2012, H 68/2014 og H 843/2014. Í því fyrst talda kemur fram að lífi hins ófædda barns hafi verið stefnt í mikla hættu vegna þeirra áverka er móðirin hlaut við árásina. f) Tengsl. Vísað er til þyngingarákvæðis 3. mgr. 70. gr. hgl. við ákvörðun refsingar í sex dómanna. Í þeim öllum er sakfellt fyrir fleiri árásir en eina, sbr. H 121/2012, H 361/2012, H 757/2013, H 68/2014, H 843/2014 og H 125/2015. Í fjórum málanna bjuggu gerandi og þolandi saman, sbr. H 121/2012, H 757/2013, H 68/2014 og H 843/2014. Í tveimur málanna var þolandi fyrrverandi eiginkona árásarmannsins, sbr. H 361/2012 og H 125/2015. 9.5 Niðurstaða dómarannsóknar og einkenni málanna Algengast er að brotin eigi sér stað innan veggja heimilisins, ýmist á sameiginlegu heimili geranda og þolanda, sbr. H 121/2012, H 757/2013 og H 843/2014 (ein af fjórum árásum á sambýliskonu) eða á heimili brotaþola, sbr. H 361/2012 (ein af þremur árásum á fyrrverandi eigin- konu), H 93/2013, H 68/2014, H 508/2014, H 125/2015 og H 300/2015. Í öðrum tilvikum er ráðist á brotaþola á vinnustað hans, sbr. H 361/2012 (tvær af þremur árásum á fyrrverandi eiginkonu), í bifreið, sbr. H 843/2014 (tvær af fjórum árásum á sambýliskonu), á heimili föður geranda, sbr. H 843/2014 (ein af fjórum árásum á sambýliskonu) eða í sumarbústað, sbr. H 214/2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.