Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 104

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 104
102 Þegar dómarnir eru lesnir í heild sinni kemur glögglega fram í sumum þeirra að þolandi hefur mátt búa við langvarandi ofbeldi. Í H 361/2012 ber þolandi, sem var fyrrverandi eiginkona ákærða, að um „langvarandi heimilisofbeldi hefði verið að ræða“. Í H 843/2014 bera nágrannar að ástandið á heimili ákærða og sambýliskonu hans hafi oft verið slæmt. „Ákærði gengi í skrokk á brotaþola oft og illa, þrátt fyrir að hún væri þunguð. Hann kallaði hana einnig öllum illum nöfnum og hótaði henni líkamsmeiðingum og dauða.“ Í H 757/2013 segist brotaþoli búa við mikið ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns. Í fleiri dómum liggur fyrir að þolandi mátti þola ofbeldi oftar en ákæruskjal ber með sér og það birst í fleiri myndum en líkamlegu ofbeldi. Er ákvæði 218. gr. b einmitt ætlað að ná til slíkra viðvarandi og ógnvekjandi kringumstæðna, í stað þess að einblína á ofbeldið sem samansafn einstakra tilvika. Þetta er nánar útskýrt í greinargerð:68 Hefur ákvæðið það að markmiði að tryggja þeim sem þurfa að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna meiri og beinskeyttari réttarvernd [en] gildandi refsilöggjöf gerir. Í því sambandi er sérstaklega vert að geta þess að líkamsmeiðingaákvæði almennra hegningarlaga ná eðli málsins samkvæmt einungis til líkamlegs ofbeldis en ekki til andlegs ofbeldis, svo sem kúgana, hótana eða niðurlæginga, sem er algeng birtingarmynd ofbeldis í nánum samböndum. Er hinu nýja ákvæði ætlað að taka á þessum vanda og er með því horfið frá því að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð á þá viðvarandi ógn og andlega þjáningu sem það hefur í för með sér. Með öðrum orðum þá verði ofbeldisbrot í nánum samböndum virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig [...] Í kjölfar þess að sérstakt ákvæði hefur verið lögfest til höfuðs ofbeldi í nánum samböndum er ekki óvarlegt að ætla að refsingar þyngist í þessum málaflokki, en það er reynsla Svía69 og Norðmanna.70 68 Sjá nánar kafla 3.4 (Sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum). 69 Þetta kemur fram í kafla 3.3.2 (Noregur) í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 23/2016, sbr. þskj. 547, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 70 Þetta kemur fram í kafla 6.2.1 (Gjeldende rett) í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 46/2010 (Prop. 97 L (2009–2010)), bls. 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.