Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 84
82
6. SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR NORÐURLÖND
6.1 Almennt
Svíar lögfestu fyrstir Norðurlanda sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum
samböndum. Norðmenn fylgdu í kjölfarið nokkrum árum síðar. Í
Danmörku og Finnlandi hafa ekki verið lögfest sérstök refsiákvæði af
þessu tagi. Eins og áður kom fram varð niðurstaðan sú við undirbúning
lagabreytingar á Íslandi að sækja helst fyrirmynd til Noregs. Verður nú
norska löggjöfin rakin, sem og sú sænska til samanburðar. Í Danmörku
og Finnlandi hafa ekki verið lögfest sérstök refsiákvæði sem taka til
ofbeldis í nánum samböndum. Réttarstaðan í þeim löndum er því um
margt lík réttarstöðunni á Íslandi eins og hún var fyrir lögfestingu
218. gr.b.
6.2 Noregur
a) Norsk hegningarlög
Norsku hegningarlögin nr. 10 frá 22. maí 1902 höfðu verið í gildi í
rúma öld er ný hegningarlög voru samþykkt, nr. 28 frá 20. maí 2005.
Gildistaka dróst þó í áratug af tæknilegum ástæðum eða til 1. október
2015. Í millitíðinni var 219. gr. hegningarlaganna frá 1902, sem var áþekk
191. gr. alm. hgl. og lagði refsiábyrgð við vanrækslu á framfærslu- og
umönnunarskyldu, endurskoðuð og breytt á þann veg að sett var
sérstakt ákvæði er lagði refsingu við ofbeldi í nánum samböndum.
Hliðstæð ákvæði er að finna í 282.–283. gr. nýju hegningarlaganna.
b) Eldri hegningarlög
Þegar norsku hegningarlögin frá 1902 voru lögfest á sínum tíma var
þar hvergi að finna sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum.
Upp úr síðustu aldamótum fór athygli Norðmanna að beinast í auknum
mæli að ofbeldisbrotum sem framin eru í skjóli heimilisins. Kastljósið
beindist fyrst og fremst að valdbeitingu foreldra gagnvart börnum
sínum, ofbeldi í parasamböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi
gegn börnum innan fjölskyldu. Opinberar tölur sýndu að brot þessi
voru afar sjaldan kærð og fengu yfirvöld þar af leiðandi sjaldnast
vitneskju um þau eða tækifæri til að bregðast við þeim. Í þeim til gangi
að styrkja og auka vernd þolenda þessara brota voru reglur um opin bera
máls höfðun rýmkaðar og refsimörk fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot
innan fjölskyldu hækkuð.33 Til viðbótar stigu Norðmenn það skref, sem
33 Andenæs, Johs.: Spesiell strafferett og formuesforbrytelsene, 5. útg., Universitetsforlaget
2014, bls. 29–30.