Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 84

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 84
82 6. SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR NORÐURLÖND 6.1 Almennt Svíar lögfestu fyrstir Norðurlanda sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum. Norðmenn fylgdu í kjölfarið nokkrum árum síðar. Í Danmörku og Finnlandi hafa ekki verið lögfest sérstök refsiákvæði af þessu tagi. Eins og áður kom fram varð niðurstaðan sú við undirbúning lagabreytingar á Íslandi að sækja helst fyrirmynd til Noregs. Verður nú norska löggjöfin rakin, sem og sú sænska til samanburðar. Í Danmörku og Finnlandi hafa ekki verið lögfest sérstök refsiákvæði sem taka til ofbeldis í nánum samböndum. Réttarstaðan í þeim löndum er því um margt lík réttarstöðunni á Íslandi eins og hún var fyrir lögfestingu 218. gr.b. 6.2 Noregur a) Norsk hegningarlög Norsku hegningarlögin nr. 10 frá 22. maí 1902 höfðu verið í gildi í rúma öld er ný hegningarlög voru samþykkt, nr. 28 frá 20. maí 2005. Gildistaka dróst þó í áratug af tæknilegum ástæðum eða til 1. október 2015. Í millitíðinni var 219. gr. hegningarlaganna frá 1902, sem var áþekk 191. gr. alm. hgl. og lagði refsiábyrgð við vanrækslu á framfærslu- og umönnunarskyldu, endurskoðuð og breytt á þann veg að sett var sérstakt ákvæði er lagði refsingu við ofbeldi í nánum samböndum. Hliðstæð ákvæði er að finna í 282.–283. gr. nýju hegningarlaganna. b) Eldri hegningarlög Þegar norsku hegningarlögin frá 1902 voru lögfest á sínum tíma var þar hvergi að finna sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum. Upp úr síðustu aldamótum fór athygli Norðmanna að beinast í auknum mæli að ofbeldisbrotum sem framin eru í skjóli heimilisins. Kastljósið beindist fyrst og fremst að valdbeitingu foreldra gagnvart börnum sínum, ofbeldi í parasamböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum innan fjölskyldu. Opinberar tölur sýndu að brot þessi voru afar sjaldan kærð og fengu yfirvöld þar af leiðandi sjaldnast vitneskju um þau eða tækifæri til að bregðast við þeim. Í þeim til gangi að styrkja og auka vernd þolenda þessara brota voru reglur um opin bera máls höfðun rýmkaðar og refsimörk fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot innan fjölskyldu hækkuð.33 Til viðbótar stigu Norðmenn það skref, sem 33 Andenæs, Johs.: Spesiell strafferett og formuesforbrytelsene, 5. útg., Universitetsforlaget 2014, bls. 29–30.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.