Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 31
29 kemur til skoðunar tilgangur eignarnámsins, umfang, tímasetning og hvaða lögbundna aðdraganda sé að öðru leyti gert ráð fyrir. Skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár um almenningsþörf og stjórnskipuleg meðalhófsregla skipta grundvallarmáli við það mat. Verður nú nánar vikið að þessum þáttum eignarnámsákvörðunarinnar. 4. ÁKVÖRÐUN UM EIGNARNÁM Meginreglan er sú að með lögum er eignarnám heimilað við tilteknar aðstæður, en ákvörðun um að beita því hverju sinni svo tekin af því stjórnvaldi sem fer með fyrirsvar á viðkomandi málasviði (almennar eignarnámsheimildir). Með því framselur löggjafinn í reynd þann þátt mats síns á almenningsþörf sem varðar afstöðu til nauðsynjar (nauðsynjarþáttur) eignarnáms í einstökum tilvikum. Eins og rakið hefur verið kann svigrúm viðkomandi stjórnvalds við töku ákvörðunar um eignarnám að vera nokkuð mismunandi með hliðsjón af útfærslu viðkomandi eignarnámsheimildar að lögum. Þannig er afar sjaldgæft að lagaheimildinni sé svo háttað að framhaldið ráðist nánast af einfaldri ákvörðun stjórnvaldsins til eða frá. Almennt er beiting eignarnámsheimilda að lögum háð mati og túlkun lagaskilyrða þar sem grundvallarþættir ákvörðunar lúta að því annars vegar hvort að beita skuli eignarnámi og þá á því tímamarki sem um er að ræða og hins vegar hversu umfangsmikið það skuli vera. Við þessa vegferð stjórnvaldsins eru að sjálfsögðu gerðar strangar kröfur bæði að formi og efni. 4.1 Stjórnvaldsákvörðun og stjórnsýslusamningar Ákvörðun um eignarnám telst ótvírætt vera stjórnvaldsákvörðun, enda er um að ræða einhliða ákvörðun stjórnvalds um skyldu aðila til að láta af hendi eign sína.52 Að sama skapi má ætla að þar sem um íþyngjandi ákvörðun er að ræða sem skerðir stjórnarskrárvarin réttindi sé eftirlit dómstóla strangt með því að ákvæðum stjórnsýslulaga, sem og meginreglum stjórnsýsluréttar, sé fylgt við undirbúning og töku slíkrar ákvörðunar. Svo sem rakið verður nánar þá hvílir sú skylda á aðila að leita samninga við eiganda viðkomandi réttinda áður en til greina kemur að taka ákvörðun um eignarnám. Það vaknar þá sú spurning, þegar í hlut 52 Fram kemur í áliti nefndar sem var skipuð af dómsmálaráðherra til að endurskoða lög um framkvæmd eignarnáms, sbr. þingsályktun frá 22. apríl 1970. Fjölritað handrit. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1975, bls. 65, að ákvörðun um að eignarnámi skuli beitt, væri stjórnarathöfn sem háð væri almennum reglum um gildi stjórnarathafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.