Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 63
61 sem er á almennum og sérstökum eignarnámsheimildum, sem og þá skýrleikakröfu sem gerð verður til þeirra lagaákvæða sem heimila eignarnám. Eru reifaðir nokkrir dómar Hæstaréttar í þessu skyni og þess freistað á þeim grundvelli að draga fram þau fjölþættu álitaefni sem dómstólar kunna að standa frammi fyrir við skýringu einstakra eignarnámsheimilda. Í Hrd. 1998, bls. 985 (Arnarnes) reyndi á tvíþætt mat. Annars vegar þurfti að skera úr um það hvort að tilvísun 28. gr. þágildandi skipulagslaga nr. 19/1964 væri til aðalskipulags eða deiliskipulags. Hins vegar hvort að sérstök heimild 30. gr. þeirra laga um heimild til samninga setti eignarnámsheimild 28. gr. laganna skorður, en sú varð niðurstaðan. Í dómi Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli máli nr. 444/2002 (Smiðjuvegur) varð niðurstaða réttarins sú að heimild 5. töluliðs, 2. mgr. 32. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 væri svo niðurnjörvuð af löggjafans hálfu að hún skyldi ekkert rými eftir til lögskýringar eða mats. Í tilviki vegalagningar um Norðurárdal í Skagafirði, sbr. dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði) var ekki talið að þær kvaðir sem leiddu af tilvist veghelgunarsvæðis samkvæmt 33. gr. þágildandi vegalaga nr. 45/1994 hefðu það í för með sér að hin lögbundna eignarnámsheimild, skv. 9. kafla laganna, yrði túlkuð á þann veg að eignarnámið gæti ekki tekið til þrengra/afmarkaðra svæðis en veghelgunarsvæðisins. Loks varð niðurstaðan sú í því máli sem varðaði spildu úr landi Hjarðarhaga á Fljótsdalshéraði, sbr. dóm Hæstaréttar frá 26. mars 2015 í máli nr. 583/2014 (Hjarðarhagi) að hvað sem liði tilgreiningu 1. málsliðar 1. mgr. 37. gr. vegalaga nr. 80/2007 um skyldu landeiganda til að láta af hendi land sem þarf til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds fælist ekki í því skilyrðislaus réttur Vegagerðarinnar til beins eignarréttar að slíku landi. Auk annars orkaði meðalhófsreglan á þá lögskýringu. Segja má að fjórði kafli sé meginkafli greinarinnar, en þar er sjálf eignarnámsákvörðunin til umfjöllunar. Þar er sú leið farin að fjalla fyrst um formreglur sem gæta þarf við töku ákvörðunarinnar, en að svo búnu er fjallað um efnislega hluta ákvörðunarinnar. Hvað formið varðar kemur til skoðunar hver fer með ákvörðunarvald hverju sinni og hvernig leyst sé úr sé einhver vafi uppi þar að lútandi. Gerð er grein fyrir dómum þar sem reynt hefur á helstu formreglur stjórnsýslulaga, svo sem rannsóknarreglu, andmælarétt og kröfu um skýrleika. Að því búnu er sjónum beint að hinu efnislega mati stjórnvalds í einstökum tilvikum, en þá þarf að huga að skilyrðum 72. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæðum þeirra heimildarlaga sem liggja til grundvallar beiðni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.