Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 32
30 eiga stjórnvöld, hvort stjórnsýslulögin skuli gilda um slíka samninga og hvort jafna megi þeim til stjórnvaldsákvarðana. Álitaefnið lýtur nánar tiltekið að því hvort að slíkir samningar falli samkvæmt hefðbundinni flokkun stjórnsýsluréttar í flokk samninga einkaréttarlegs eðlis eða stjórnsýslusamninga.53 Sú afstaða getur verið uppi að viðkomandi stjórnvald hefur að lögum heimild til að taka réttindin eignarnámi og eigandinn stendur þá frammi fyrir því að semja annað hvort við stjórnvaldið eða eiga yfir höfði sér að beitt verði eignarnámi. Til dæmis getur stjórnvaldið hafa lýst því yfir að verði ekki gengið til samninga þá verði leitað eignarnáms. Fasteignareigandi getur undir þeim kringum stæðum talið vænlegast að gera samning við stjórnvaldið. Við þær aðstæður væri varlegast að ætla fasteignareigandanum sömu réttarstöðu og þá sem stjórnsýslulög gera ráð fyrir við töku stjórn- valdsákvörðunar.54 Öðru máli kann að gegna ef fasteignareigandi og stjórnvald semja um kaup á fasteign án þess að stjórnvaldið hafi lýst því yfir eða gefið í skyn að ella verði leitað eignarnáms, enda þótt slík heimild sé fyrir hendi að lögum.55 Þó skal tekið fram að alltaf er ákveðinn aðstöðumunur á milli aðila þegar þessi staða er uppi og eðlilegt að sönnunarbyrði um að eignarnám hafi ekki komið til álita hvíli á stjórnvaldinu. Af þessu leiðir að krafa um að fylgt sé ákvæðum stjórnsýslulaga og meginreglum stjórnsýsluréttar þegar samið er við fasteignareiganda er þeim mun ríkari. 4.2 Formreglur við töku ákvörðunar um eignarnám Í raun þarf vart að árétta það að við töku ákvörðunar um eignarnám er stjórnvald bundið, bæði af lögfestum reglum stjórnsýsluréttarins, sbr. stjórnsýslulög nr. 37/1993, sem og ólögfestum reglum réttarsviðsins. Finna má ýmis dæmi þess að dómstólar hafi lagt áherslu á þær ríku 53 Um stjórnsýslusamninga sjá Björn Þ. Guðmundsson: „Grundvallarhugtök í stjórn- sýslurétti“. Tímarit lögfræðinga 1987, bls. 95-96, en þar skilgreinir höfundur stjórnsýslu- samninga á þá leið að a.m.k. einn samningsaðila sé bundinn af reglum stjórnsýsluréttar. Jafnframt vísast til Páls Hreinssonar: Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Reykjavík 2005, bls. 191-208. 54 Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gilda ákvæði II. kafla laganna um sérstakt hæfi raunar um alla samninga sem stjórnvöld standa að, þar á meðal samninga einkaréttar eðlis. 55 Sjá nánar Páll Hreinsson: Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls. 143-144. Í umfjölluninni er lögð áhersla á að samningar um kaup á landi sem koma (fræðilega) í staðinn fyrir eignarnám sé ekki ekki unnt að flokka með einhlítum hætti og verði að meta hvert tilvik fyrir sig. Tekið er fram að þannig sé t.d. ekki ástæða til þess að telja samning um kaup á jörð stjórnvaldsákvörðun þegar engin áform hafi verið uppi hjá sveitarstjórn um að taka jörð eignarnámi eða á það minnst við samningsgerð. Hins vegar sé önnur staða uppi þegar skilyrði eignarnáms eru fyrir hendi og ljóst er að sveitarstjórn mun leita heimildar til eignarnáms náist samningar ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.