Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 28
26
Í Hrd. 1998, bls. 985 (Arnarnes) reyndi á gildi eignarnáms sem fram
fór af hálfu Garðabæjar á grundvelli 28. gr. þágildandi skipulagslaga
nr. 19/1964 (sbr. nú 50. gr. laga nr. 123/2010) á 34 hektara landspildu á
Arnarneshálsi. Ógildingarkrafa eignarnámsþola var á því byggð að
formlegir ágallar hefðu verið á stjórnvaldsákvörðun eignarnemans,
að skort hefði á lagaskilyrði og loks að efnisleg skilyrði hefðu ekki
verið fyrir hendi til beitingar eignarnáms. Ekki var fallist á að eignar -
náms ákvörðunin hefði verið haldin neinum þeim formlegu ágöllum
sem vörðuðu ógildi hennar. Laut megindeila málsaðila um laga-
grundvöllinn að því til hvers konar skipulags væri vísað í 28. gr.
þágildandi skipulagslaga, þ.e. aðalskipulags svo sem eignarneminn
hélt fram eða deiliskipulags eins og eignarnámsþoli hélt fram. Skýring
samkvæmt orðanna hljóðan tók ekki af skarið um þetta, en greinin var
svohljóðandi: „Heimilt er sveitarstjórn að taka einstakar fasteignir eða
hluta fasteignar eignarnámi, ef þess gerist nauðsyn vegna framkvæmda
á staðfestu skipulagi.“ Féllst Hæstiréttur á sjónarmið eignarnemans,
Garðabæjar, og taldi að túlka bæri 28. gr. þannig að nægjanlegt væri að
aðalskipulag væri fyrir hendi. Stóð þá eftir framangreind málsástæða
eignarnámsþola þess efnis að efnisleg skilyrði hefðu staðið í vegi
lögmætrar eignarnámsákvörðunar. Um endurskoðunarheimild dóm-
stóla hvað þann þátt varðar segir svo í dómi Hæstaréttar:
„Hins vegar þarf að taka afstöðu til þess eftir kröfu áfrýjenda, hvort nauðsyn
hafi borið til eignarnámsins, eins og atvikum var háttað, en um það geta
dómstólar átt úrskurðarvald samkvæmt 60. gr. stjórnarskrár lýðveldisins
Íslands nr. 33/1944. Auk stöðu skipulagsins þarf þá meðal annars að huga
að því, hvort stefndi hafi reynt til nægilegrar hlítar að ná samningum við
áfrýjendur um landið, sbr. nú 3. mgr. 32. gr. laga nr. 73/1997, sem byggir á
eldri réttarframkvæmd.” [áherslubreyting höfunda]
Um grundvöll þeirrar málsástæðu vísuðu eignarnáms þolar til heim-
ildar 1. málsliðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi skipulagslaga nr. 19/1964
um heimild eigenda lands í einkaeigu til þess að fá það skipulagt sem
byggingar lóðir til eigin ráðstöfunar að nánar tilteknum skilyrðum
uppfylltum. Féllst Hæstiréttur á að sú leið hefði ekki verið reynd til
þrautar og skilyrði 28. gr. þágildandi skipulagslaga til eignarnámsins
hefðu því ekki verið uppfyllt. Af því leiddi, að fallist var á kröfu
eignarnámsþolans um ógildingu ákvörðunarinnar en nánar verður
vikið að þessum þætti í úrlausn dómsins í kafla 4.3.
Í dómi Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli máli nr. 444/2002
(Smiðjuvegur) reyndi á gildi eignarnáms sem fram fór á grundvelli