Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 17
ur í hjólinu. Til að smyrja hjól er saumavélaolía bezt. Ætti hver veiði- maður að temja sér að taka sundur hjólið og þurka það upp um leið og hann þurkar línuna að veiðitúr lokn- um. Vel smurt hjól getur enzt manns- aldur, en illa smurt hjól aldrei riema stutt. En sökum þess, hve hjól er að jafnaði dýrt er því aldrei fleygt fyrr en það er búið að eyðileggja ánægju af nokkrum veiðitúrum fyrir óþjála eftirgjöf línunnar. Þá má ekki gleyma að vefja stöng- ina, ef færislykkja losnar, og lakk- bera, ef hún nuddast eða ef sakkan slæst við hana, þegar kastað er í vatnið. Það er ennfremur engin ánægja í því, að veiða með kengboginni stöng. Til þess að forðast það eins og unnt er, gera allir góðir veiðimenn sér það að reglu, að fetta stöngina strax eftir hvern þann fisk, er beygir þær mikið. Það heldur þeim miklu lengur bein- um. Loks eru allflestir stangarpokar útbúnir með hanka. Þetta þýðir að stöngin á að hanga frjálst á snaga, þegar hún er geymd í pokanum, en ekki að liggja þar sem hún getur bognað. Þetta var nú í sem fæstum orðum um sjálf veiðarfærin. Auk þeirra þarf gormvog til þess að vega veiðina, hníf til að gera að og poka til þess að flytja hana í. Hentugir eru olíubornir sjófata- pokar. En takist nú svo illa til, sem því miður kemur oft fyrir, að öngullinn stingst í veiðimanninn eða annan nær- staddan, þá er ómetanlegt gagn í að hafa litla klípitöng til þess að klípa augað eða agnhaldið af önglinum, þeg- ar búið er að stinga agnhaldinu út úr húðinni, en þá leið verður agnhaldið að fara sé það einu sinni komið inn í skinn- ið en aldrei til bak,a. 26 punda hœngur úr Þverá neðan Norðtungu. Við stungur og önnur meiðsli er gott að hafa joðstaut til þess að bera joð á sárið og ennfremur glycerinsmyrsl (glycoderno), til þess að halda höndun- um mjúkum. Þá sakar ekki að hafa með sér eitt sárabindi og heftiplástur með gulri grysju, og ef legið er í tjaldi og eld- að á primus, er góð og hyggileg ráðstöf- un að hafa eitt brunabindi með, að ó- gleymdum ráðstöfunum gegn mýbiti, þar sem þess getur verið þörf. Um annan útbúnað gildir sama og önnur ferðalög og er það önnur saga.. Ef göngur eru miklar, er gott ,að hafa stígvélin sem léttust, þau eiga helzt að vera með járnuðum leðurbotnum og reimuð um rist og ökla, til þess að auð- veldara sé að komast úr þeim, en séu þau með togleðursbotnum og slígróður sé á veiðstaðnum, er ómetanlegt til þess að forðast slys og hafa öruggt jafn- 51

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.