Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 14
c. Er fiskað er yfir ljósum botni
— í logni.
Það þarf að nota stærri flugu, þess
kaldara sem vatnið er, og þá þarf að
fiska hægar og dýpra. Jafnvel í grunnu,
tæru vatni þarf að nota stærri flugu að
vori og hausti — en um hásumarið. I
stöðuvötnum þeim, sem laxgeng eru,
ætti ekki að nota stærri flugur en no.
2 og víðast væru no. 5—8 réttu stærð-
irnar.
Þar sem litur flugunnar hefir mikið
að segja, eins og áður er drepið á, má
gefa nokkrar bendingar um val hans.
Og nokkuð er sú regla algild, að nota
ljósar, silfraðar flugur í björtu veðri, en
dökkar flugur í dumbung.
Nefni ég hér nokkrar flugur er reyn-
ast munu vel.
1 björtu veðri:
Dusty miller
Silver doctor
Silver grey
Mar Lodge
Torrish
I hæfilegri birtu:
Jock Scott (ágæt í miklum
straum)
Gordon
Durham Ranger
í dumbungsveðri:
Black doctor
Thunder and lightning
Lady Caroline
Claret and Jay.
1 skoluðu vaíni er gott að nota silf
aðar flugur og má þá stækka þær ,að
mun:
Silver Wilkinson
Dusty miller
Silver grey.
Þetta er aðeins uppástunga um flugu-
nöfnin og munu veiðimenn hér ekki sam-
mála. Sérhver veiðimaður hefir sína
„drápsflugu" og fiskar vitanlega ætíð
bezt á hana, þótt komið geti fyrir, að
að jafnvel hún bregðist!
Til skilningsauka um notkun litanna
ættu menn að hafa hugfast og setja á
sig tvær eftirfarandi kenningar:
1. Reynið flugur, sem að lit eru í
móUetning við lit botnsins umhverfis.
a. Ef fiskað er yfir brúnleitum eð,a
dökkum botni, mætti reyna ljósleita
flugu, t. d. Torrish.
b. Þar sem grænt slí er umhverfis í
botni, mætti reyna litdaufar flugur,
t. d. Jock Scott.
c. f skoluðu vatni er oft gott að nota
svartar flugur, t. d. Black doctor.
Hér er hugmyndin sú, að nota flugur
í þeim litum er laxinn ætti að sjá vel,
þar eð litur flugunnar er í mótsetning
við umhverfið.
2. Reynið flugur, sem að lit eru sem
samlitastar lit botnsins umhverfis.
a. Ef botninn er brúnleitur, mætti
reyna brúna flugu, t. d. March
brown.
b. Þar sem mikið grænt slí er umhverf-
is, mætti reyna grænleita flugu, t. d.
Green Highlander.
c. f skolleitu vatni væri Claret and
mallard reynandi.
d. Ef botninn er dökkur og gríttur
væri sennilega gott að reyna Black
doctor.
Þess má geta hér, að það er staðfest
reynsla stangveiðimanna, að fluga, sem
gefst vel í einum hyl árinnar, reynist oft
ekki veiðisæl í nærliggjandi hyljum. Því
miður er ekki rúm til að skýra þetta fyr-
irbrigði frekar að þessu sinni, en aðeins
drepið á það, mönnum til viðvörunar.
Ef þörf krefur, ættu menn ekki að vera
latir á ,að skipta um flugu, þegar flutzt
er milli veiðistaða.
Að lokum má geta þess, að ekki ættu
veiðimenn að telja sér trú um það, að
nauðsynlegt sé að hafa meðferðis mjög
48