Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 20
augu í hrognunum, og smátt og smátt
tekur hrognið á sig fisklíki og verður
að síli. Hvert síli hefir kviðpoka, og í
þessum poka er næring til 6—8 vikna.
En stundum þarf að fóðra sílin, og er
þeim þá gefin mjólk í vatnið. Fitukorn-
in í mjólkinni skilja sig frá, og er hið
mesta lostæti í maga sílanna. Annars
töldu klakmennirnir við Elliðaárnar,
að heppilegast væri að sleppa sílunum
áður en þau væru búin með nesti sitt
úr kviðpokunum. Sílunum er sleppt í
árnar þegar kemur fram í júnímánuð,
Og dvelja í ánni 2—4 ár. Mestur hluti
þeirra í 3 ár.
LAKSTÖÐIN við Elliðaárnar hef-
ir náð einstaklega góðum ár-
angri, og er vafalaust stærsta og full-
komnasta klakstöð hér á landi. Dán-
artala sílanna áður en þeim er sleppt
er frá 5—7 %.
Það er fróðlegt og skemmtilegt að
koma í klakstöðina við Elliðaárnar og
skoða sílin í kössunum. Hundruðum og
þúsundum saman synda þau fram og
aftur í klakkössunum. Eitt og eitt síli
hefir dáið, önnur eru vansköpuð. Sam-
vaxin tvö og tvö, eða með einn búk og
tvo hausa, o. s. frv. En þetta, dautt og
vanskapað er, eins og áður er sagt,
ekki nema örlítill hluti af allri mergð-
inni, eða 5—7 af hundraði yfir allt
tímabilið, sem hrognin og sílin eru í
kössunum.
Þeir, sem kunnugir eru í Elliðaán-
um, telja ekki nokkurn vafa á því, að
klakið þar hafi borið mikinn og góð-
an árangur, þó mjög sé erfitt um klak
í ánum vegna þess hve þær eru heftar.
T. d. komust sílin fyrst ekki niður árn-
ar vegna stýflunnar, en nú hefir verið
bætt úr því. Þá þurrkast, eins og kunn-
ugt er, árnar oft svo að segja alveg á
sumrum, og má nærri geta, að þá
drepst mikið af ungviðinu, sem fjarar
undan.
Elliðaár-klakhúsið.
54