Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 10
frá Miðdal:
Guðmundur Einarsson
„VIÐ FJALLAVÖTNIN“
EGAR veiðimenn hittast er oftast
talað um „þá stóru“, löng köst,
og beztu árnar.
Sumir unnendur íþróttarinnar vita
þó, að metin eru miðuð við hraða, tíma
og löngun til að yfirbjóða. Þeir, sem
háværastar sögur segja, bera líka hóg-
væra þrá í brjósti, er minnir á hrein-
ustu og ljúfustu endurminningarnar.
Enduróma frá bláum heiðarvötnum,
þar sem hávellan syngur og hugurinn
leitar fjarlægðarinnar með vængja-
blakti svananna, er fljúga til heiðar-
vatnanna, nýleystra úr fjötrum vetrar-
íss.
Við strauma stóru veiðiánna leitar
veiðimaðurinn að hinu mikla, sjald-
gæfa tækifæri til að berjast við sterk-
an fisk í þungum strengjum, vaðandi
Við veiðum í soðið.
á hæpum brotum. — Það er áhættan
og hið óvænta, leit að sterkari leik á
taflborði lífsins.
Við heiðarvötnin ríkir hið þögla við-
horf, fjarri feitu dagblaðaletri og són
símabjöllunnar. Þar er hægt að vaða
í volgum sandinum, berfættur, og
hlusta á raddir náttúrunnar, án hjá-
róma hljóma. Þeir, sem þreyttu kapp-
hlaup við hinn ósigrandi tíma, sjá allt í
einu, að dagurinn er nógu langur, ekki
þarf að hlaupa, að óþarft er að skamm-
ast, og það sem mest er um vert: Mað-
ur getur gleymt tímanum og orðið
hamingjusamur. Veiðimaðurinn hættir
að bölva klaufaskap sínum, þótt „einn
stór“ sleppi, því nú er hann að leika
sér. Hvað á hann að gera við mikla
veiði?
Á vatnsbakkanum stendur tjaldið;
vorgolan leikur við þunnt línið og
kippir í stagina. Þetta er húsið þitt.
Þarna er allt, er þú þarfnast. Hafðu það
,ekki meira.
Þú munt sjá, að því meira sem þú
dregst með — því meira ófrelsi — því
meiri skyldur. Kviðdregnir gæðingar
vaða döggvott grasið í dældunum við
vatnið. Úti á mýrarflóanum vaggar
gæsamamma með unga sína, en krían
vippar sér á milll sandhólanna við ós-
inn. —■
44