Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 29
hnútinn of mikið. Hann á aðeins að
dragast þétt saman, en ekki að herðast
f,ast. Og er réttara að menn séu búnir
að ná allmikilli leikni í að hnýta hnút-
ana, áður en farið er að búa til köst
úr dýrum girnum.
Þegar búið er að hnýta, eru köstin
prófuð gætilega, og látin vera vel
úrrétt á meðan þau eru að þorna. En
þegar þ,au eru vafin upp, er gott að nota
flösku til að vefja á, og er þá ekki annað
eftir en að merkja þau sér til minnis.
Lengd girnisbútanna er frá 12 — 18
tommur, og eru þeir seldir í hönkum,
25, 50 og 100 bútar (strands) í hverri
hönk. í upphaflegasta formi eru þeir
ekkert lagaðir til, og ólitaðir. En hægt
er að fá þá ,að nokkru leiti tilsniðna og
litaða, (trimmed and dyed) og munar
það svo litlu á verðinu að sjálfsagt er
að kaupa þá þannig.
Þegar hnýtt eru mjög grönn girni,
„Fina“ og „Refina“, eða sem svarar til
1/x til 6/x. Er betra að kaupa svokölluð
dregin girni, þ.e. girni, sem hafa verið
SILKIORM A-GIRNI
(Natural Qut).
Silkiorma- Gildleiki Þol i Lbs. Hæfilegt fyrir
girni i bútum (Strands) Nr. 1/1000 úr tommu
Royal 0/5 021 30-32 Þyngsta lax
Imperial 1/5 020 22-24
2/5 019 17-19 Þungan lax
Marana lst 3/5 4/5 018 017 14-16 10-12 Meðal þ. lax
Marana 2nd 5/5 016 8-10 Léttari lax
6/5 015 6-8 Smálax
Padron lst 7/5 8/5 014 .013 4-6 3-4 Stærri urriða
Padron 2nd 9/5 012 2-3 og sjóbirting
Regular 0/x 011 1-2 Meðal urriða
Fina 1/x 2/x 010 009 >/2-1 Bleikju og
Refina 3/x 4,/x 008 007 Vr smásilung
5/x 006
6/x 005
dregin gegnum demantsauga, þar til þau
eru jöfn alla leið. Og þarf þá auðvitað
ekki að klippa af endum né velja sam-
an.
Taflan yfir silkiorma-girnin, sem hér
fer á eftir, sýnir hinar ýmsu merking-
ar á þeim, og er hún að mestu leyti
eins hjá flestum firmum í þessari grein.
Taflan yfir gerfi-girnin sýnir einnig
merkingar þeirra og þol. En ekki er það
eins nákvæmt, því að firmun merkja
þau talsvert mismunandi.
Ef töflurn.ar eru bornar saman, kem-
ur í ljós, að gerfi-girnin þola álíka eða
öllu meira átak, en silkiorma-girn-
in. En þetta er dálítið villandi, því í
notkun (þó sérstaklega með flugu) eru
silkiorm.a-girnin miklu betri, þar eð þau
þola alla sveigju betur, og liðast og
trosna síður. Til dæmis er varasamt að
nota gerfi-girni nr. 8 á laxveiðum með
flugu, en flestir eru öruggir með 5/5
silkiorma-girni, sem hefir þó sama gild-
leika. Og kemur þetta enn skýrar fram
þegar um grönnu girnin er að ræða.
Nú á þessu ári hafa komið á markað-
inn ný tegund gerfi-girna, og eru þau
að ýmsu leyti frábrugðin þeim eldri, og
hafa þann kost, að ekki þarf að bleyta
þ.au. Verður þeirra nánar getið síðar.
GERFI-GIRNI
(Japan Gul)
Athuga- semdir Nr. Gildleiki 1/1000 úr tommu Þol í Lbs. Hæfilegt fyrir
Aðeins er getið um annaðhvert númer 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 010 012 014 .016 018 020 022 024 026 028 1-2 3-41/2 7-8 14-15 20-25 25-35 35-45 45-60 60-75 75-100 Smásilung Meðal urriða Stærri urriða og sjóbirting Smálax Meðal þ. Iax Þungan lax
63