Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 30
JÓN SIVERTSEN:
RISS V M LAXVEIÐI
OG LAXVEIÐIMENN
Lord suffer me to catch a fish
so large, that even I,
when talking of it aftcrwards
may have no cause to lie.
(Bæn veiöimannsins).
I.
FYRSTI LAXINN SEM ÉG VEIDDI
Rétt eftir aldamót; ég mun þá hafa
verið 11 til 12 ára, v,ar ég sem oftar við
veiðar uppi í Hólmsá með fóstra mínum
heitnum, Guðmundi Magnússyni lækni
og Friðriki kaupmanni Jónssyni. Þeir
voru veiðifélagar um langt skeið og vin-
ir til dauðadags.
Ég var auðvitað hestastrákur þeirra
og ífærusveinn.
Fiskur var tregur, enda veiðiveður
ekki gott. Logn og sólskin.
Síðari hluta dags, er við vorum stadd-
ir suðvestur af Hólmi, út við hraunjað-
arinn, kom maður ríðandi og bað lækn-
irinn að koma með sér heim að bænum
og líta á pilt, sem dottið hafði af hest-
baki og meiðst. Piltur þessi varð síðar
frægastur íslenzkra listam,anna í ger-
mönskum löndum, Pétur Árni Jónsson,
óperusöngvarinn með Carúsó-röddina.
Það var því íslands lán, að meiðslin
reyndust ekki hættuleg. En það var og
lánið mitt, að Pétur datt af baki í þetta
sinn.
Enn hafði ég aldrei tekið á stöng, sem
stöng gæti k.allast, en nú réttir fóstri
minn mér stöngina sína og maðkakrús-
ina1) og segir mér að reyna á meðan
hann sé í sjúkravitjuninni.
1) Krús er líka nafn á bleikjutegund
(Salmo alpinus). J. S.
64
Hann er é I
Jón Sinert-
sen við
veiði í
„Flóku
Ég lét ekki segja mér það tvisvar.
Engdi öngulinn. Fleygði færinu. ...
Á. ... Vænn silungur. Ég náði honum
í land með kurt og pí. Ég beitti aftur.
Kastaði. Aftur var hann á.
Friðrik kaupmaður, sem dorgaði
neðar og sá til aðfara minna, tók nú að
ókyrrast. Kom hann til mín og bauð
mér að reyna á sínum stað; jú, jú, vér
þekkjum það. Nú, en ég varð auðvitað
að þiggja boðið. Hitt hefði ekki verið
comme il faut.
En ekki tók betr.a við fyrir Friðriki;
hann, sem var ágætur veiðimaður, verð-
ur ekki var, en ég hafði skamma stund
dorgað á nýja staðnum, þegar enn er á
hjá mér. Og nú er hann vænn. Það var
bæði ljóst og leynt. Löng roka og svo
stekkur hann. Lax — lax í Hólmsá! Og
það 1. september, einum degi eftir lög-
skip.aðan iaxveiðitíma.
Friðrik sér þetta, leggur frá sér
stöngina og kemur mér til hjálpar. Ekki
við það komandi. Ó, ekki. Ég næ lax-
inum í land. Hann er kræktur í kjapt-
vikið, lítið særður. Friðrik vill sleppa
laxinum. „Það er 1. september, drengur
minn“. Ég held á laxinum fyrir fram-
an Friðrik og horfði á hann bænaraug-