Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 16
Ounnlaugur Einarsson, lœknir: UM ÚTBÚNAÐ f VEIÐIFÖR \ NÆGJAN af veiðiför fer rnjög eftir góðum útbúnaði. Til þess að búa sig vel út þarf þekkingu og for- sjá. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þá, sem litla reynslu hafa, að afla sér þekkingar hjá hinum reyndu um inn- kaup öll, svo að þeir kaupi síður kött- inn í sekknum. Alloftast munu menn þá sjá, að margs þykir við þurfa, er lítil not reynast fyrir, en rétt þykir af forsjálni að hafa með. Hættir mörg- um til að vanda lítið umhirðu þess, og þarf oft sökum vanhirðu að endurnýja það á næsta ári. Það er þetta atriði, sem einkum gerir veiðitúra dýra. í stað þess að ganga að öllu í góðu lagi frá síðasta ári, þarf að ,,ganga í gegn- um“ draslið — ákveða hvað sé not- hæft og hvað ekki, og eltast svo við að kaupa í skarðið. Þetta er óforsjálni, sem eykur mjög fyrirhöfn. Þar við bætist, að oftast er rokið í þetta síð- ustu mínúturnar, og fara menn þá þreyttir af stað, en það er sá versti undirbúningur undir veiðitúr. Það kostar alls ekkert að vefja bréfi (snyrtiklefapappír er hentugur til þess) um gerfibeitur og geyma þær í röð í blikköskjum, er til falla í daglegu lífi. Ferðalögin hrista þær annars til og á nsesta ári eru þær ónýtar eða vafa- sam.ar. Flugnaöskjur kosta ekki mikið. Eitt nauðsynlegt áhald, sem sáralít- ið kostar, er smá „carborund“brýni eða svokölluð platínuþjöl (ætluð til að slípa platínu í bílkveikju) til þess að fægja og skerpa öngla á gerfibeitum — einnig flugum. Það er mikil á- nægja að því eina kvöldstund, þegar veiðiför er ákveðin, að skoða safn sitt og fægja og skerpa gerfibeitur og ganga svo frá þeim ásamt girnaöskj- um, fluguöskjum, öngla- og sökkuöskj- um þannig, að þær þoli hristing af allskonar ferðalagi. Margur setur bleytiöskjur í sömu tösku, hálffullar af vatni, og fær svo vatn og ryð í hitt allt. Þó að ánægjulegt sé að hafa öll veiðitæki í einni tösku, þá eiga bleytiöskjur ekki þar heima í veiðiförinni sjálfri. Enginn veiðimaður kemur svo heim úr veiðiför, að hann ekki þurrki yfir- línu og undirlínu á hjóli sínu (þó ekki í sólinni). En það er ekki nóg. Þegar línan hefir legið á hesputré eða í hönk eina nótt og er orðin vel þur, þarf að smyrja yfirlínuna vel — ef hún á að end- ast. Það er viðurkennt, að bezti áburð- urinn er frá Hardy og heitir Cero- iene for use in Indi,a and other tropi- cal climates). Hann er talinn miklu betri en venjuleg Ceroline frá sama félagi. Vel hirt lína endist árum sam- an, en illa hirt aldrei lengur en árið. Þá er hjólið sjálft. Geysimikið er á markaðinum af hjólum, sem þannig eru gerð, að þau slitna fljótt, ef þau eru ekki iðulega smurð. Það eyðilegg- ur alla ánægju af hinum spennandi kappleik milli laxins og veiðimanns- ins að heyra ískur og við og við hrot- 50

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.