Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 12
Veiðifélagið Fluga
Sæmundur Stefánsson:
Árið 1938 var stofnað fiskiræktar-
og veiðifélag í Árnessýslu, og fékk fé-
lagið umráðarétt yfir allri neta- og
stangaveiði í fiskihverfi ölfusár og
Hvítár. Ákvað fétagið að taka í sínar
hendur alla netaveiði, en leigja aftur á
móti stangaveiðina út í einu lagi.
Varð þessi ákvörðun félagsins til
þess, að nokkrir stangveiðimenn, er
áður höfðu veiðirétt í helztu bergvatns-
ánum, svo sem Soginu, Brúará og Stóru-
Laxá, og nokkrir menn aðrir, alls 19,
stofnuðu Veiðifélagið Flugu í þeim
tilg.angi, „.... að taka á leigu allar
ár og vötn í vatnasvæði Hvítár
og Ölfusár ...“, eins og það er orðað
í 2. gr. félagslaganna. — Félagið var
stofnað 11. maí 1938. Komu fram ein-
dregnar óskir um að þeir félagar, sem
áður höfðu haft vissa staði á leigu,
fengju að halda þeim áfram, og var
þetta eitt af grundvallarreglum félags-
ins. Enda segir svo í 11. gr. félagslag-
anna: „Hverjum félagsmanni er út-
hlutaður veiðistaður þar, sem hann
einn hefir umráðarétt yfir ...“
Veiðifélaginu Flugu tókst að ná
leigusamningum um umgetið vatna-
svæði, og hefir haft það á leigu síðan.
Með þessum samningi voru takmarkaðar
fyrirstöður og hin óhæfilega mikla
netaveiði, sem áður var rekin og fór
vaxandi með ári hverju, svo að jafn-
vel var bein hætta á því, að laxstofn-
inn yrði algjörlega eyðilagður á stutt-
um tíma. — Þessar takmarkanir voru
einnig í samræmi við stefnuskrá fiski-
ræktar- og veiðifélagsins, er auk þess
lagði nú meira kapp á að koma laxa-
klaki í betra horf og einnig að útrýma
sel, er alltaf sækir fast eftir laxinum
upp í Ölfusá.
En strax á fyrsta ári varð þó sú breyt-
ing frá því, sem gert var ráð fyrir í
framangreindum samningum, að gefin
voru út bráðabirgðalög, er heimiluðu
netaveiði við Selfoss í ölfusá, þannig að
ekki þurfti að taka upp net hinn lög-
boðna friðunartíma, 60 stundir í viku,
og var heimild þessi þá þegar notuð og
hefir svo verið öll þrj ú undanfarin sum-
ur. Auk þess reis upp ágreiningur inn-
an fiskiræktar- og veiðifélagsins, sem
lauk þannig, að félagið var dæmt ólög-
lega stofnað, og annað félag stofnað í
þess stað, með svipaðri stefnuskrá og
fyrirkomuiagi og hið fyrra, nema hvað
öll silungsveiði var aftur gefin í hendur
landeigenda.
Enda þótt veiðifélagið Fluga ráði litlu
um þær ráðstafanir, er gerðar hafa ver-
ið eða gerðar kunna að verða í sambandi
við fiskiræktun og tilhögun um veiði í
Hvítá og Ölfusá, þá telur félagið sig þó
hafa ástæðu til afskipta um þau mál, og
þá sérstaklega um það, sem miðar að
aukningu laxstofnsins og því, að lax-
göngur í bergvatnsárnar séu ekki hindr-
aðar um of.
Stjórn Veiðifélagsins Flugu skipa nú
þessir: Sæmundur Stefánsson, Runólf-
ur Kjartansson og Guðmundur Ein-
arsson.
46