Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 7
ins og er við öllu búinn. Nú veit ég
að tækifærið er í nánd, ef guð og lukk-
an leyfa. Laxarnir hlutu að vera bún-
ir að sjá agnið.
Allt í einu finn ég kyrrð á færinu,
þar sem það í fyrra skiftið hafði bor-
ist hiklaust áfram með straumnum.
Fast og ákveðið lyfti ég stönginni án
þess þó að gera það snöggt. Það er
eins og rafstraumur berist um færið
í stöngina og í gegnum mig allan. Hin
lifandi, kvika hreyfing — von og þrá
allra laxveiðimanna — kippirnir í
færisendanum, segja mér hvað skeð
hefir. Ég gæti þess að láta ekki slakna
á færinu, því að þá er hætt við að
öngullinn missi hald sitt.
Ég þykist geta fundið, að „vel standi
í“ og vind því örlítið upp á hjólið.
Laxinn liggur kyrr, drykklanga
stund — slíkt er hátterni „stórlax-
anna“. Ég verð að gæta þess, að láta
ekki óþolinmæðina buga mig. Nú er
bezt að bíða og láta hann byrja leík-
inn meðan þreyta þjáir hann ekki.
Loksins fer hann af stað — eins og
örskot upp strenginn. Ég held nokkuð
við hann, en þó með fullri varúð. Þessi
sporðhvati lónbúi unir illa „íhaldinu“.
Og nú er ballið byrjað fyrir alvöru.
Hann stefnir upp miðjan strenginn
með feikna hraða, svo að hvín í fær-
inu þegar það sníður vatnsborðið. Það
smá minkar á hjólinu. Laxinn þræðir
álinn og liggur djúpt. Nú finn ég að
hann grynnir á sér og spretturinn
endar með stökki.
Ég legg stöngina flata, svo ekki
rifni úr laxinum. Engin hvíld. Önnur
rokan tekur þegar í stað við og endar
eins og hin fyrri. Þetta er silfurfagur,
nýrunninn lax — gríðarstór.
Eftir annan sprettinn, sem er öllu
lengri en hinn fyrri, leggst hann í
strenginn eitt augnablik, en svo af
stað á ný og í þriðja sinn lýkur sprett-
inum á sama hátt. Svo er löng hvíld.
Ég finn að hann leggst djúpt í og
hreyfir sig ekki. Sólin hækkar á lofti
og skugginn færist æ nær og nær
berginu. Þó að ég viti hvað þetta þýð-
ir fyrir veiði mína, skeyti ég því engu
og hraða á engan hátt leiknum. Gleði
mín er takmarkalaus. Þannig líður
drykklöng stund. Nú fyrst finn ég
örlítið lát. Laxinn leitar nú ekki leng-
ur í strenginn, heldur lætur aðeins
undan síga straumnum. Þetta er fyrsta
tákn þreytunnar. Nú veit ég, að minn
tími er kominn, og að frá þessari
stundu er ég virkur leiksaðili. En
gætilega verður að fara, því að stak-
steinótt er í ánni og kletturinn á leið
okkar, en óhugsandi að ná laxinum
í land ofan við hann. Ég verð því að
reyna að ráða ferðinni og að komast
á milli klettsins og bergsins, því ella
er laxinn glataður. Leikurinn berst nú
óðfluga nær hættusvæðinu og er lax-
inn orðinn furðulega auðsveipur. Ég
get að vísu ekki ráðið ferðum hans,
þó að þreyttur sé hann orðinn. Lánið
er samt með mér og þetta tekst allt
saman vel. Ennþá tekur laxinn smá-
spretti, en nú er hann farinn að leggj-
ast á hliðina og gapa. Leikslokin eru
í nánd. Spölkorn fyrir neðan mig er
sandvík, sem grynnkar hægt að landi.
Þangað berst nú leikurinn og þar lýk-
ur honum. Þetta er 20 punda hrygna
— nýrunnin — lúsug. Sólin er nú
hátt á lofti og hvergi skuggi á ánni.
ÉJti á vaðinu fer æður með ungahóp
sinn til sjávar. Veiðibjallan hnitar yf-
ir þeim marga hringi, unz hún steypir
sér niður og stelur einum úr hópnum.
Það eru fleiri á veiðum í dag við Laxá
en ég.
41