Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 24
ekki gleyma hjólinu, flugunum, og öðru
smádóti. Hjólið er sjálfsagt að taka í
sundur, og þvo alla gamla feiti og olíu
í burtu með bensíni, og þurrka vel, því
sandur og ryk hefir ávallt komizt í hjól-
ið við sumarnotkunina. Einnig þarf að
hreinsa burtu seltu eða gráða sem á
aluminium hjól vill setjast, — ann.ars
tærist málmurinn. Bezt er að smyrja
með nýrri feiti strax aftur, svo það
gleymist ekki. Tannhjólið með þykkri
feiti, en alla aðra parta með góðri
maskínuolíu.
Þá er að fara yfir flugumar. Taka frá
þær, sem ónýtar eru, og gera lista yfir
það sem vantar, gera að smáskemmdum,
— svo sem lakkbera hausinn og kiippa
frá lausa enda eða fest.a þeim. Hreinsa
ryð af önglum og skerpa oddinn. Gott
er að tæma alveg fluguveskið og strjúka
með tusku (sem borin er í línufeiti) und-
ir hverja fjöður fyrir sig, því þar vill
oft myndast ryð, þegar flugan er látín
blaut í veskið. En gæta skal þess að
spenr.a ekki fjaðrirnar of mikið upp,
því þá missa þær fjaðurmagnið og halda
flugunum illa eftir það. Betra er að
geyma flugurnar í pappaöskju yfir vet-
urinn, en hafa þær í fluguveskinu.
Margt fleira mætti nefna, sem þarfn-
ast umhirðu og fylgir veiðiskapnum. En
þetta verður að nægja að sinni.
Það er nú ávallt svo, að þegar vetur-
inn gengur í garð, koma önnur áhuga-
mál og ýmsar annir, sem gera það að
verkum, að lítið er hugsað um veiðiskap-
inn og veiðitækin. Og er við því ,að bú-
ast. En nokkrar kvöldstundir, sem lagð-
ar eru í að athuga og lagfæra áhöldin
sín, geta sparað mönnum talsverð út-
gjöld og mikið ergelsi. Og skemmtileg er
að hugsa til fyrstu veiðiferðar næsta vor,
með öll sín veiðiáhöld í góðu lagi.
K. S.
VEIÐISTEF
Þverá þögul streymir,
þraukar lax í ál.
Dreng um veiði dreymir,
döggvar þreyttri sál.
Lykkja úr hendi hrekkur,
hjóls við r.amman söng.
Lax í straumi stekkur,
stiklar vatna göng.
Hörð eru átök hafin.
Hamast taums við mél.
Laxinn vanda vafinn,
veit sér búið hel.
Rásar, stanzar, stekkur,
steypist, veltist, slær.
Fölur feigðarhlekkur
fjörs að brotum hlær.
Svignar sviga lævi
sókn og máttur þver,
senn er enduð ævi,
uggi vatnið sker.
Loks á land er dreginn
laxinn silfurgrár,
laminn, virtur, veginn,
varpað á gamlan klár.
Finnur líinarsson, hókaverzlun Austur-
stra'ti, ticfir tekið upp þá nýbreytni, að liafa
enskar veiðibækur á boðstólum. Er þetta góð-
ur skilningur þessa ötula bóksala á þörf
stangveiðimanna fyrir aukinni fræðslu um
þessi efni. Er veiðimönnum þetta fagnaðar-
aðarefni, — og þakka framtakið.
ó8