Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 36
sár, heldur er það ætlað til þess að binda um misstig og aðrar tognanir. Heftiplástur er notaður til þess að festa með aðrar umbúðir, en ekkí má nota hann til þess að leggja næst sárum eða kaunum. Gult vasilín er notað við bruna á hörundi, en einnig við kaun og hrufl- anir. Við köldu, skjálfta og slapp- leika eru gefnir inn 20—40 dropar af kamfórudropum í ögn af vatni eða í sykurmola. Asperín er notað við höfuðverk, hita og giktarverkjum. Vegna breytt mataræðis á ferða- lögum er mönnum oft hætt við ýms- um meltingatruflunum, svo sem nið- urgangi eða harðlífi og sárum maga- verkjum. Er þá gott að geta gripið til lyfjaskrínsins og gefið sjúklingnum inn viðeigandi lyf. Vísmúttölur eru notaðar við niðurgangi, 2 tölur í senn, þrisvar til fjórum sinnum á dag, eins og stendur á glasinu. Við sárum magaverkjum eru gefn- ir inn verk og vindeyðandi dropar, um 30 dropar í vatni. Jón Oddgeir Jónsson. RIT FISKIDEI LDAR Rit Fiskideildar 1940. nr. 2, er ný- komið út, og heitir Lax-rannsóknir 1937 til 1939. Ritið er fróðlegt og ýtarleg- ar skýrslur yfir þær rannsóknir, sem þegar eru gerðar, en því er ver að þess- ar rannsóknir eru allt of skammt komn- ar ennþá. Þetta rit fiskideildar gefur tilefni til ro,argvíslegra hugleiðinga, sem lítið verður farið út í að þessu sinni, en lauslega skal drepið á nokkur atriði. Við lestur ritsins verður þegar ljóst, að miklu fleiri ár og meiri fjölda laxa þarf að hafa undir rannsókn samhliða til þess ,að rannsóknunum miði meira áfram en hingað til, og er þarna verk- efni sem okkur stangveiðimönnum ætti að vera kærkomið að hjálpa til við. Það er augljóst að þeir, sem eru við veiðar frá júníbyrjun til septemberloka í flestum okkar lax- og silungsám, — en það eru einmitt stangveiðimennirnir —, gætu safnað miklum gögnum handa Fiskideildinni að moða úr, ef rétt er á haldið. Er hér átt við að mæla og vega þá fiska er veiðast, ásamt söfnun á hreistri. í þessu efni ríður .auðvitað á nákvæmni og vandvirkni, en aðferðin er mjög einföld og krefst ekki margbrot- inna tækja. Málband, vog og hnífur og einnig þar til gerðir bréfpokar, — sem Fiskideildin sennilega lætur í té, — er allt sem þarf. Vogina og hnífinn eiga allir veiðimenn, og þarf aðeins að fá sér málband. Vafalaust mætti ná góð- um árangri, ef nægur áhugi er fyrir þessu. Af ritinu verður einnig ljóst, hve áríðandi er að færðar séu sem nákvæm- astar bækur yfir það er veiðist úr hverri á, og er ótækt hvað veiðimenn eru latir við þetta. Verða veiðifélögin og þeir sem hafa með leigu á ám að gera, að ganga fast eftir því að gerðar séu greinilegar skýrslur. Það er nú þegar kominn vísir að því, að veiðimenn sjálfir hafi tekið ár til ræktunar og má búast við að það færist í vöxt. Sú ræktun er að.allega fólgin í því að kaupa seiði af klakstöðvunum, sem síðan eru látin 1 viðkomandi á. Af þeim upplýsingum sem rit Fiskideildar gefur okkur, virðast stofnarnir úr hinum ýmsu ám ver.a mjög ólíkir hvað snertir þroska, vaxtarhraða, kynþroskun, dvöl í sjó og svo framvegis. 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.