Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 5
á mitt Laxamýrarleiti, þar sem ég skil reiðskjóta minn eftir, en þaðan er hálfrar stundar ferð fótgangandi niður að ánni. Blágráir reykjarstrók- ar líða í loft upp úr bæjunum í daln- um, en sólin skín yfir Lambafjöllum í austri. Spóinn hreykir sér á hæstu hóla og syngur sinn alkunna óð, en lóan lofar náttúruna í dillandi dirrindí. Það er einhver óskiljanleg hægð yfir ferð minni — eða öllu heldur leti. Sennilega vegna þess hve veiði- von mín er lítil að þessu sinni. Ég rölti yfir móana vafða lyngi, en þegar þá þrýtur, taka við rennsléttir melar — þungir undir fótinn — sendnir en lítt grýttir. Nú eru ekki nema um 100 faðrnar eftir fram á bjargbrún- ina. Þar er ég vanur að doka við og skyggnast eftir lónbúanum, en von mín um veiði í þetta sinn er einmitt bundin við bjargið. Ég sé og veit að frá bjarginu ber skugga á ána, og mestar líkur fyrir því, að takast megi að leika á laxinn í skugganum. Ég veit líka, að um sjö leytið fer flóðsins að gæta á Breiðunni og að þá muni helzt von um veiði. Þess vegna hvata ég nú för minni og staðnæmist við stóra steininn á brúninni. Ég ber hönd fyrir auga og horfi niður í blátæran árstrauminn. Aldrei hefir það brugð- ist að ég hafi komið auga á lax í strengnum fyrir ofan klettinn, sem er í ánni beint undir bjarginu. Og ekki heldur í þetta sinn bregst von mín, því að spölkorn fyrir ofan klettinn sé ég bláma fyrir fjórum stórlöxum. Ég þræði einstigið, sem liggur um bjargið niður að ánni. Döggin glitrar silfurtær á grasinu og stórir, hvítir froðuhnoðrar berast með straumnum til hafs. Nú er að ganga frá veiðar- færunum, sem eru ágæt að öllu leyti. ÆBarfossar i Laxá. Þarna broiðist áin niður á sandana. Aðalveiði- staðirnir á Breiðunni eru við austurlandið, vinstramegin á myndinri. Þegar því er lokið, opna ég maðka- baukinn. Maðkurinn er rakur og gljá- andi og skýzt niður í mosann í baukn- um um leið og ég opna hann. Ég vel mér tvo stóra og feita maðka og þræði þá upp á öngulinn. Ég vanda mig sem mest ég má, og gæti þess vel, að ekki beri of mikið á agnhaldinu. Þessir kviku, sívölu maðkar vinda sig og teygja — fetta og bretta, og ég er þess nærri viss, að bregðist þessi beita, muni allt annað árangurslaust og veiðivonir mínar að engu verða. Breiðan — en svo er veiðistað- ur þessi í Laxá kallaður, vegna þess, að þarna breiðist áin út í víðan far- veg, rétt neðan við fossana — er eft- 1S punda hcvng- ur tekinn á Breiðunni. 39

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.