Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 34
ið á bæjunum við þessa á veiðir lax-
inn mikið í net, og er ekkert hugsað um
annað en að ná í það sem næst með ein-
hverju móti. Um Hvannadalsá er sömu
sögu að segja. Þar eru net dreginn eftir
ánni, og aðeins lifað fyrir líðandi stund.
Það virðist óneitanlega ekki nein bú-
hyggindi í því, að kasta stórfé í klak
í þær ár, er lítil eða engin skilyrði hafa,
en ganga fram hjá þeim ám, sem upp-
lagðar eru til klaks, við sama fjörðinn.
Síðan keppast við að uppræta laxinn
í þeim ám, er hann villist í. Svo eftir
lítinn tíma verður allt eins og áður, —
enginn lax.
Langadalsá og Hvannadalsá gætu
orðið eftir skamman tíma með betri lax-
ám á landinu, ef þeim væri einhver
sómi sýndur, það sannar bezt saga sú
sem að framan er skráð.
Af ýmsum örnefnum hér við Djúp
má ráða það, að fyrr á tímum hafi hér
verið lax í ám, en sjálfsagt verið upp-
rættur á svip.aðan hátt og íslenzku skóg-
arnir, og eins mun það fara nú, ef ekxi
verður tekið í taumana, og er máske orð-
ið of seint.
Hér á ísafirði er vaknaður áhugi m'A-
al veiðimanna, með að bæta úr þessu, og
koma ánum í hendur manna sem hugsa
eins mikið um viðkomu Laxins, eins og
að veiða hann. Hafa þeir bræður Guð-
mundur Pétursson kaupmaður og Jón
Pétursson bæjargjaldkeri, sem eru góð-
ir veiðimenn og áhugasamir, gengið s
undan í því máli, og eftir talsverða
vafninga fengið á leigu ísafj.arðar ána
til iangs tíma, og byrjað þar á klaki og
íriðun. Fleiri eru einnig í samningum
með slíkt, en það gengur ekki fyrirhafn-
arlaust, því umráðendur eru sinnulausu
sjálfir, en líta á þetta sem fjárgróða-
fyrirtæki, sem þeir ekki vilja unn.a
öðrum.
Ég vil mjög alvarlega beina því tii
rávSunauts ríkisins í þessum málum, að
hann beiti áhrifum sínum í þá átt að
komið verði í veg fyrir að uppræf tur
verði sá lax sem komið hefur í þessar
ár með ótakmarkaðri netaveiði, og
frekar sé séð fyrir varanlegri aukningu,
heldur en leggja því lið, og hvetja til
þess, að fé og fyrirhöfn sé lagt í ár eins
og Bolungarvíkurá, sem sýnilegt er að
engan árangur getur borið.
Hvort sem ályktanir mínar um ástæð-
urnar fyrir laxi þeim sem komið hefur
í þessar umræddu ár, eru réttar eða ekki,
þá er það víst, að það eru aðeins 3—4 ár
síðan laxins fór að verða þar vart, svo
nokkru nemur, og hitt, að skilyrðin eru
þar óvenju góð, það er því hryggðarefni
að vita til þess, að ekki skuli hafa verið
komið í veg fyrir þá meðferð sem lax-
inn sætir, af netaádrætti og öðrum
slíkum veiðiaðferðum, sem útiloka það
að hann geti haldist þar víð og marg-
faldast eðlilega, þó ann.ara ráða væri
ekki leitað.
Allir góðir veiðimenn ættu að hefja
baráttu fyrir því að rányrkjan hætti,
en vitsmunir láttnir ráða meir.a en
stundarhagsmunir einstakra manna.
STÓRA-ÞVERÁ
Stóra-þverá í Borgarfirði hefir um mörg
undanfarin ár verið í höndum enskra lax-
veiðimanna. En s. 1. sumar tóku eftirtaldir
laxveiðimenn í Reykjavík ána á leigu:
Hallgr. Fr. Hallgrímsson, Björn Ólafsson,
Friðþjófur 0. Johnson, Ingimar Brynjólfsson,
Pétur O. Johnson, Magnús Andrésson, Guido
Bernhöft, Einar Pétursson, Ól. H. Jónsson,
Pétur Magnússon, Gunnar Kvaran, Sigurð-
ur Jónsson, Eyjólfur Jóhannsson, Gunnlaug-
ur Einarsson, Helgi H. Eiríksson.
í ár mun laxaganga hafa verið raeð
minnsta móti í Stóru-þverá. Og má það
merkilegt teljast, því skilyrði voru sögð með
afburðum góð allan laxgöngutímann. þcir
féiagar munu hafa veitt um 800 laxa.
G8