Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 32
PÁLL EINARSSON, ÍSAFIRÐI:
UM LAXVEIÐI OG LAXAKLAR
VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP
1 bók sinni Fiskarnir, sem dr. Bjarni
Sæmundsson gaf út árið 1926, segir á
bls. 342, að á Vestfjarðarkjálkanum
verði lítið eða ekkert vart við lax. Það
verður því að teljast staðreynd að svo
hafi verið fram ,að þeim tíma, eða jafn-
vel eitthvað lengur.
Það verður því að líta svo á, að sá lax,
er orðið hefir vart við í ánum við Isa-
fjarðardjúp, nú síðari ár, sé til orðinn
að mestu fyrir aðgerðir mannanna
(klaks). En nú skeður þ,að merkilega
hér, að það eru alls ekki þær ár við
ísafjarðardjúp, sem k|ak hefur aðal-
lega verið sett í, sem mest hefur borið á
laxi í undanfarið, eða nú síðan árang-
ur af klakinu ætti að fara að koma í
ljós.
Nú síðustu ár hefur mátt segja að
vart hafi verið við lax, í öllum vatns-
meiri ám við Djúpið, en mjög lítið veiðst
nema aðeins í tveimur, og hafa þær sam-
eiginlegan ós. Á ég þar við Langadalsá
og Hv.annadalsá. En í þessar ár er mér
ekki kunnugt um að nokkurn tíma hafi
verið sett klak, en aftur á móti hefur
verið sett talsvert mikið í Bolungarvík-
ur-ána. Einu sinni í Laugadalsá, og svo
í ísafjarðar-ána. I hana hefur verið
sett klak, nokkur þúsund á ári, í síðast-
liðin fjögur ár, en árangur eðlilega ekki
kominn í ljós ennþá. Það munu vera
6—7 ár síðan fyrst var sleppt laxaseið-
um í Bolungarvíkur ána, og hefur það
verið gert oft síðan í talsvert stórum
stíl. En ekki virðist það haf,a aukið lax-
inn þar neitt að ráði.
Árið 1936 í júlí veiddi ég þar einn
3,5 kg. hæng. og síðan er mér ekki
kunnugt um að lax hafi veiðst þar á
stöng fyrr en í sumar í ágúst, að maður
einn hér veiddi 6 kg. hrygnu. (Eg tel
það ekki, þó að Bolvíkingar hafi fengið
örfáa laxa í klak á haustin. — I net, sem
lagt hefir verið þvert yfir ána.
Mín skoðun er þess vegna sú, að lax-
inn sem klakið hefur verið út í Bolung-
arvík, leiti þangað ekki aftur, heldur
fari áfram inn í Djúpið, og í þær ár sem
þar eru, og hafa upp á betri skilyrði ^ð
bjóða. Þó þetta brjóti í bága við rann-
sóknir á lifnaðarháttum laxins yfirleitt,
eru ýmsar ástæður fyrir hendi, sem gera
þetta eðlilegt, og skal ég skír.a það dálít-
ið nánar.
Bolungarvíkuráin rennur úr dálitlu
vatni, ca. 2 km. frá sjónum. Vatnið er
með leirbotni og víðast grunnt, áin stutt
og vatnslítil, lygn og grunn, hvergi
hyljir svo teljandi sé. Ósinn þröngur og
liggur í gegnum sandbakka, sem mynd-
ar sandrif langt út í sjó. Brimaldan sem
liggur upp í ósinn gerir það að verkum
að ósinn er næstum alltaf fullur af
sandgruggi. Brim helzt þar oftast vik-
um saman á þeim tíma sem laxinn geng-
ur helst. Hann leitar þess vegna eðli-
lega frá, eftir að hann máske er búinn
60