Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 28
Kristján S ó I mu n d sso n :
GIRNIÐ
Efnið, sem notað er í öngultauminn
(kastið), er venjulega nefnt einu nafni,
girni. Því er skipt í 2 flokka. Silkiorma-
girni (N.atural gut) og gerfi girni (Jap-
an gut). Efnið í silkiorma-girninu er
eins og nafnið bendir til, frá silkiorm-
inum, og fæst með því móti, að drepa
orminn um það bil, se mhann er full-
þroskaður, og ná kirtli þeim er inni-
heldur silkiefnið. Þessi kirtilhnoðri
(sem er kvoðukendur og teygjanlegur)
er síðan teygður í mismunandi gilda
búta, og fer gildleikinn eftir stærð og
gæðum hnoðrans. En þar sem það er
mjög takmörkuð lengd, er þannig fæst,
verður síðar að hnýta bútana saman,
til þess að fá hæfilega langt kast.
Ræktun á silkiorminum til þessara
nota, hefur tekist bezt í nokkrum hér-
uðum á Spáni. Og þaðan koma öll beztu
silkiorma-girnin. Þessi ræktun, og girn-
isiðnaðurinn yfirleitt, er að mörgu leiti
vandasamt og margbrotið starf, enda
eru góð silkiorma-girni dýr vara.
Gerfi-girnin eru verksmiðjuvara, og
samansett af gerfisilki og ákveðinni
límblöndu, sem soðin er saman í seiga
og teygjanlega kvoðu, sem síðan er
spunnin í vélum í ýmsa gildleika. Þessi
girni er hægt að fá í hvaða lengdum
sem óskað er eftir, frá 5 — 100 yds, og
þarf auðvitað ekki að hnýta þau saman.
Girni þessi eru talsvert mismunandi að
gæðum, og seld undir ótal nöfnum.
Gerfi-girnin eru nær eingöngu fram-
leidd í Japan, og því oft nefnd Japan-
girni.
Það hefur færst í vöxt að menn kaupi
flugu-girni í bútum (strands), og hnýti
köstin sjálfir, — enda munar það miklu
á verðinu. Ekki er með öllu vandalaust
að gera þetta, og eftirfarandi leiðbein-
ingar ættu því að koma að nokkru haldi.
Girnin eru löggð í bleyti 8 — 12 tíma,
í rúmgóða skál, og er bezt að bleyta sem
mest í einu, því þegar byrjað er að
hnýta þau, þarf að velja saman þá búta
sem líkastir eru að gildleika, og fást
því beztu köstin meðan meztu er úr að
vejja, og er rétt að nota það sem síðast
er hnýtt, aðeins fyrir maðka-girni. —
Sumir bútarnir eru grennri út til end-
anna, og þarf því að klippa af þeim end-
um, þar til fullum gildleika er náð, og
getur það stundum verið um þriðjung-
ur af bútnum. Bezt er að gera þetta um
leið og hnýtt er, og er áríðandi að gera
það vel.
Byrjað er á lykkjunni fyrst, og hnýtt
svo áfram þar til þeirri lengd er náð,
sem óskað er eftir. Algengust lengd á
köstum er 2—3 yds. Vel verður að halda
girninu röku á meðan verið er að hnýta
og einnig vera rakur um hendurnar.
Ýmsa hnút.a má nota, og er á öðrum
stað í blaðinu sýndir þeir hnútar sem
nauðsynlegir eru. Hér verður aðeins
minnst á ,,Blóðhnútinn“, sem er algeng-
astur og einna beztur. Þegar þessi hnút-
ur er notaður er áríðandi að brögðin
séu jöfn á báðum endum, svo jafnt
dragist saman, þegar hert er að. Ef
þess er ekki gætt, vill girnið trosna.
og hnúturinn liggur illa. En það, sem
oftast gerir kastið ónýtt hjá þeim, sem
óvanir eru að hnýta, er það, að herða
G2