Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 37
Og hefur þá mikið að segj.a að byrjað
sé með hinn rétta stofn.
Það liggur því í augum uppi, að áður
en lengra er haldið í því að dreifa seið-
unum í árnar, frá þeim fáu klakstöðvum
sem hér eru til, verði að fá úr því skorið,
hvaða stofnar séu heppilegir til rækt-
unar í hverri á fyrir sig og hvað.a stofn-
ar væru yfirleitt beztir. Þetta atriði
virðist ekki hafa verið athugað neitt af
þeim mönnum, sem við klak oj ræktun
á laxi hafa fengist, og má víst segj.a
að hálfgert fálm sé á flestu er að klaki
og laxrækt lítur. Þó að rannsóknir á lax-
inum séu stutt komnar, ætti það ekki að
skaða þó áhugamenn skyggnist dálítið
um, og verður þetta, og fleira í þessu
sambandi ef til vill rætt betur seinna.
„Veiðimaðurinn“ vill benda mönnum
á að kaupa framangreint rit og les.a. —
Þangað er margan fróðleik að sækja.
Sökum annríkis hefi ég látið af rit-
stjórn „Veiðimannsins“. Ég nota þetta
tækifæri til ,að þakka hinar góðu við-
tökur, se mritið fékk í byrjun og vænti
ég að það eigi eftir að veita veiðimönn-
um margar ánægju- og fróðleiksstundir
í framtíðinni.
Útgefanda þakka ég góða samvinnu.
ívar Guðmundsson.
71