Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 33
a6 lóna tímum saman úti fyrir, en kemst ekki upp fyrir brimi, og sand korg.. Mér hefur verið sagt að Bolvík- ingar hafi ráðist í kostnað við klakið eftir ráði, ráðunauts í þessum málum, en ég hygg, að þessi á sé langlélegust af þeim ám við Djúpið, sem til greina gætu komið, þegar allar aðstæður eru metnar. Enda er reynslan sú, að þarna verður ekki vart við að hann aukist neitt, en í stærri ánum innar í Djúpinu hefur hann á síðustu árum aukist tals- vert mikið, enda þó hann hljóti að verða fljótt upprættur, með þeim veiði- aðferðum sem þar eru notaðar, vegna skammsýni og rányrkjuhneigðar. Ég hef á hverju ári veitt dálítið af laxi þarna inn frá síðan 1937, en það er langt að fara, og sumar ferðirnar hafa ekki verið fengsælar, en aðrar betri eins og gengur, en maður er jafn sáttur við guð og menn, hvort pokinn verður létt- ur eða þungur. Til sönnunar því, að talsvert sé um lax þarna inn frá, eða hafi verið, skal ég segja hér eina veiðisögu: 28. júní ’38 fór ég á „trillubát" inn í Reykjaness, gisti þar um nóttina og ætl- aði inn í Langadal daginn eftir. Ég var í sumarleyfi, og hugði því gott til þess að dvelja við laxinn þá 4 daga sem ég átti eftir, en um nóttina gerði þann norðan- garð, að ég tepptist og komst ekki yfir fjörðinn, sem ekki er þó nema 1/2 tíma ferð á „trillu“. Þessi stormur hélzt í tvo daga. Á þriðja degi hægði það mikið að ég komst yfir fjörðinn. Þegar yfir kom, lagði ég poka minn á bakið, og labbaði alla leið fram að Bakkaseli, en svo heitir fremsti bær í Langadal, en það er þriggja tíma gangur. Þegar þangað kom var kl. 4, og eftir að ég hafði feng- ið veiðileyfi, varð ég að koma inn og Þyggja beina, því vestfirzk gestrisni er víðfræg. Klukkan var þess vegna orðin 5, þegar ég loksins fór að „setja saman“ og vita um hvort laxinn væri „heima“. Stormur var, og þess vegna talsverðar bárur á ánni, sem fellur þar lygn, en þó með nokkuð þungum straumi, ca. 30 til 40 m. breið. Ég segi við sjálfan mig að bezt muni að reyna einhvern „Doctor- inn“, og verður Black-Doctor nr. 2 fyrir valinu. Str.ax í öðru kasti verð ég var við lax, og í þriðja kasti tekur hann, rétt undir yfirborðinu. Eftir 18 mín. liggur á bakkanum 8 kg. hrygna, nýgengin og spegilfögur. Ég lét piltinn sem með mér var, annast um það að vikta hana og slcoða í krók og kring, en ég hugsaði mest um að koma flugunni sem fyrst í vatnið aftur, til að veiða meira. Og lax- inn lét ekki standa á sér, eftir örfá köst tók hann aftur, og nú öllu ákveðnara. Það var einnig hrygna, en dálítið minni eða um 7 kg. Klukkan 8V4 hætti ég og var þá orð- inn þreyttur eftir þessa „törn“, ásamt göngunni, því að 6 laxar lágu á árbakk- anum, einn 8 kg., einn 7 kg., tveir 6,5 kg., einn 6 kg. og einn 4,5 kg. Samtals 38,5 kg. Ég gisti í Bakkaseli um nóttina og sofnaði vel í góðu rúmi. Um morguninn var ég dálítið stirður, en skrapp þó nið- ur að ánni, svona rétt á meðan verið var að hita morgunkaffið, því á heimleið varð ég að halda strax á eftir. Jú, lax- inn lét ekki standa á sér, og fékk ég þarna strax einn 5,5 kg., hæng. En þar sem hann virtist ekki vilja sinna mér meira að svo stöddu, tók ég sundur stöng ina, drakk kaffið, og hélt heim á leið, með hest í taumi. Það má öllum vera ljóst, að veiða 6 laxa á 3f/4 klst., á eina stöng, er ekki gert nema talsvert sé af honum fyrir. Ég fór oftar inn eftir þetta sumar, og veiddi oft vel, þó í þetta skiftið hafi hann verið einna örastur. Heimilisfólk- C7

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.