Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 18
vægi, að spenna á sig mannbrodda. Þar
ber þó þess að gæta, að broddarnir séu
ekki mjög skarpir, því að ef stigið er
óvart ofan á hinn fótinn, er broddurinn
kominn í gegnum stígvélið.
Að lokum skal á það bent, að alla get-
ur hent að gieyma einhverju af nauð-
synlegustu veiðitækjunum heima. Til
þess að koma í veg fyrir það, er gott að
hafa lista yfir allt, sem með á að fara,
og merkja við hvað eina um leið og tek-
ið er fram. Sýnishorn af slíkum lista
yrði samkvæmt framanskráðu:
Veiðistöng með varatopp.
Veiðistígvél með broddum.
Veiðitaska eða kassi. Innihald: Veiði-
hjól með varalínu, veski með flugum,
öskjur með gerfibeitu (spoon og min-
now), öskjur með allskonar girni,
bleytiöskjur, smáöskjur með önglum og
aðrar öskjur með sökkum, gormvog,
aðgerðarhnífur eða dolkur, lítið car-
borundbrýni og rotkylfa, Cerolene-
öskjur, lítii flöt olíukanna með skrúf-
uðu loki fyrir saumavélaolíu, öskjur
með klípitöng, joðstaut, sárabindum og
heftiplástri með sáragrysju og bruna-
bindi. mývargssmyrsli, baukur undir
maðk, lítill baukur, með áhöldum til við-
gerðar á gúmmístígvélum, snyrtiklefa-
p.appír til innpökkunar og annara af-
nota, sápa og smáþurrka.
Þett,a kann að þykja mikill listi, og
skal játað að ýmislegt má fella úr, ef
stutt er farið. Að öðru leyti veltur það
á hagsýni hvers og eins að búa þannig
um þetta, að ekki fari mikið fyrir því.
Ræður þar mestu um að haf.a öskjumar
ekki of stórar. Mikil þægindi eru að því
að hafa öskjurnar af mismunandi gerð
og lögun, svo að seilast megi eftir þeim
rneð hendinni, án þess að þurfa að horfa
ofan í töskuna um leið.
Hverju höfum við svo gleymt? — Jú,
ánamaðki, ef hann á að ver.a með.
GLEFSUR
Ef þið geymið maðk, er gott að skafa rauð-
an múrstein saman við mosann sem hann
er hafður í. Gefur það maðkinum veiðileg-
an rauðan lit.
Nýmæli er það, að lita girni þannig að Þau
gljái ekki, er það gert á eftirfarandi hátt.
Girnið er bleytt upp í eimuðu vatni, þar til
það er vel mjúkt, þá er það lagt í silfur
nitrat-upplausn (styrkleiki 2%) og látið
liggja þar ca. 3 tíma. Síðan er girnið þurkað
í sólarbirtu (þó ekki mjög sterkri) og fá
þau þá brúnan mattan lit.
Lykilinn að bátaskúrnum er gott að hafa
bundinn við korktappa, hæfilega stórann, til
að halda lyklinum fljótandi ef ske kynni
að hann félli í vatnið.
í „Veiðimanninum", fyrsta tölublaði, var
getið um að bleyta girni í glycerin-blöndu.
En þar gleymdist að geta þess, að nota skal
einn þriðja glycerin.
Ef veiðimenn liafa ekki meðferðis skjólflík
á köldum degi, er ágætt að „fóðra“ vestið
eða jakkann með pappír, og er árangurinn
undraverður.
þegar kastað cr í mótlægum vindi, vilja
oft koma brögð á girnistauminn, sem síðan
dragast saman. Hnútar er þannig myndast á
taumnum, eru mjög varasamir, því þar bil-
ar taumurinn þegar á reynir.
Iif ekki tekst að leysa Þannig myndaðan
linút, er bczt að slíta tauminn í hnútnum,
og nota Blóðhnútinn, þegar linýtt cr saman
aftur.
Til að tapa ekki töppunum úr vciðistöng-
inni, er gott að lialda þeim eftir þegar
stangarpartarnir eru teknir úr pokanum.
þegar svo stöngin er látin í pokann aftur,
er töppunum stungið í, eftir að hver partur
er kominn á sinn stað.
Fiskiflugan nær oftast að verpa í eitthvað
af veiðinni. þegar hugsað er til heimferðar,
og veiðin er tekin saman, er rétt að skoða í
tálknin á hverjum fiski, og þvo hann vand-
lega.
52