Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 23
Kristján Sólmundsson:
VETURINN - OG VEIÐITÆKIN
Nú þegar veiðitímanum er lokið, er
ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um
hirðingu og geymslu á veiðitækjunum.
Og er þá fyrst að minnast á veiðistöng-
ina.
Eftir sumarnotkunina er stöngin
meira og minna rispuð, lakk vantar hér
og þar, brotinn lykkja eða laus hólk-
ur. Margt smávegis, sem ekki kostar
mikið að lagfæra ef gert er nógu fljótt.
Er því réttast að yfirfara stöngina vand-
lega að liðnum veiðitíma og gera við það,
er þörf krefur, því stöngin geymist bet-
ur yfir veturinn, ef henni er komið 1 gott
lag strax að haustinu. Þegar stöngin er
komin í það horf, er hverjum þykir við
þurfa, er bezt að geyma hana í pokanum
og binda aðeins lauslega um, og láta
hana hanga við sléttan vegg. Ef stöng-
in er látin standa í horni eða skáp (sem
margir ger.a) á hún að standa sem bein-
ast.
Stöngina má aldrei geyma nálægt mið-
stöðvarofni eða öðrum hitagjafa, og auð-
vitað ekki heldur á rökum stað. Þó er
hitinn hættulegri fyrir stöngina en rak-
inn, sé hún vel lakkborin. Bezta geymsl-
an verður því þar sem ávallt er nokkur
velgja, en fjærri hitagjafanum.
Svo er það línan, og þarf hún ekki
síður að vera vandlega geymd, og er
réttast að taka bana af hjólinu yfir vet-
urinn, og um leið og undið er af hjól-
inu, þarf að athuga allar samsetningar,
og endurbæta þær ef með þarf. Línur
er bezt að geyma í rúmgóðri skúffu á
hæfilega hlýjum og þurrum stað. Iborin
lína fer bezt í lausri hönk, en óíborna
línu er bezt að vinda á pappaspjald eða
eitthvað þessháttar, því henni er hætt
við að fara í flækju ef hún er höfð í
lausri hönk. Á línur vill oft koma snurð-
ur sem þarf að strjúka af um leið og
þær eru látnar á hjólið aftur. Ekki sk.al
bera á línufeiti, fyrr en línan er tekin í
notkun aftur.
Þá er að minnast á girnin. Þau þarf
að geyma vel, en verða oft útundan hvað
það snertir. Margir veiðimenn nota
aldrei girni frá fyrra ári, og k.aupa ný
á hverju vori. Slíkt er óþarfi, ef vel er
geymt. Þegar búið er að velja úr það
sem nýtilegt er af girnunum, er gott að
strjúka yfir þá staði, sem trosnað hafa,
með strokleðri eða gúmmísnepli, þang-
að til trosnið er horfið, vinda síðan í
snotr.an hring, og binda smá miða við,
þar sem skrifað er á gildleiki og lengd.
Vilji maður lita eitthvað af þeim, er rétt
að gera það um leið. örúggasta og bezta
geymsla fyrir girnin er veski úr geitar-
skinni „Chamois", og er æskilegt fyrir
hvern veiðimann að eiga slíkt veski. En
ef það er ekki fyrir hendi, verður ,að
geyma þau í loftþéttum umslögum, eins
og þeim, er girnin eru seld í, og láta svo
í þykkt brúnt umslag og loka því vand-
lega.
Þetta, sem hér er nefnt að framan,
verður að geymast vandlegast. Þó má
57