Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 19
Ivar Guðmundsson:
LAXAKLAK
Hér segir frá árangri þeim, sem náðst hefur með klakstöð
Rafveitunnar við Elliðaár
T T AUSTIÐ 1932 hóf Rafmagnsveita
AT Reykjavíkur laxaklak í Elliðaán-
um og hefir því verið haldið áfram
með ágætum árangri síðan. Er nú alls
búið að klekja út um 3,6 milljón laxa-
seiða í klakstöð Rafveitunnar við Ell-
iðaár.
Fyrir nokkru hitti ég Ágúst Guð-
mundsson rafstöðvarstjóra að máli og
sýndi hann mér þá vinsemd, að sýna
mér klakstöðina og gefa mér nokkrar
upplýsingar um klakið. Með okkur var
Guðjón Jónsson klakstjóri, sem hefir
unnið við klakstöðina frá byrjun, og
ennfremur starfsmaður við stöðina,
Gísli Kristjánsson, sem einnig hefir
gætt klaksins frá byrjun.
Klakstöðin er spölkorn fyrir ofan
rafmagnsstýfluna í Elliðaánum. Þar
eru 104 klakkassar, sem geta tekið allt
að 1 milljón og 400 þúsund síli.
1 kassana rennur stöðugt Gvendar-
brunnavatn, sem er frá 3—4° heitt, en
það er talið heppilegasti hiti á vatni
til þess að klekja í.
Eins og kunnugt er, getur laxinn
ekki gengið upp í Elliðaárnar fyrir
ofan stýflu. Verður að hjálpa laxinum
til þess að komast upp í árnar, og er
það gert með þeim hætti, að hann er
veiddur í kistu, sem er rétt við raf-
magnsstöðina. Er hann svo tekinn úr
kistunni og fluttur upp í árnar. Dæmi
eru til þess, að 500 laxar hafa komið
í kistuna á einum degi.
ÐUR en hrygningartíminn byrjar
hjá laxinum, í miðjum nóvember-
mánuði til 20. desember, eru veiddir
600—800 laxar í net og geymdir þar
til hrygnurnar eru komnar að því að
hrygna. Þá taka klakmennirnir þær og
handfjatla með höndum fagmannsins,
gera einskonar ljósmóðurstörf. Hrygn-
an fær sótt og ,,fæðir“ eins og hvert
annað dýr, ef svo mætti að orði kom-
ast. Þá kemur hlutverk hængsins til
greina, og einnig þar aðstoða klak-
mennirnir. Þegar laxinn er búinn að
hrygna er honum sleppt aftur í vatn.
Er hann látinn jafna sig í nokkra daga,
en síðan er farið með hann í ,,bíltúr“
niður að árósum, þar sem honum er
sleppt.
Ekki virðist laxinn kunna neitt illa
við þessa meðhöndlan, því oft koma
sömu laxarnir fram aftur. Þekkjast
þeir bæði á því, að þeir eru merktir, og
svo fullyrti Guðjón Jónsson við mig,
að hann bókstaflega þekkti svipinn á
sömu löxunum aftur, eins og fjármað-
ur, sem þekkir hverja einustu kind í
hjörð sinni.
Hrognin eru nú sett í klakkassana
og klakmennirnir verða að bíða þolin-
móðir ,eftir að „ungarnir komi úr egg-
inu“. Allt á sína þróun; fyrst myndast
53