Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Page 15

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Page 15
Ömelanlegt er það starf, er fram hefur far- ið i þessu litla jarðhúsi, á þeim 20 árum, sem lið- in eru. en ákveðinn fjöldi kw.stunda af rafmagni. Hann var einn úr þorpinu — honum þótti vænt um ána og tók sárt til laxins. Hann hefir að vísu þurft, starfsins vegna, að ganga nokkuð nærri þeim á stundum, en hann hefir einnig alltaf verið lífið og sálin í því, sem ánni hefir verið gott gert, þótt fleiri hafi þar unnið gott starf. Þegar ýmsir aðrir ólunduðust og höfðu bara hátt, lét þessi hógværi maður fram- kvæma, og það gerði gæfumuninn. En hvað um framtíðina? Borgin er sífellt að vaxa og mannvirkjum fjölgar. Ný og ný vandamál skapast. Við skuluni vona, að úr þeim rætist á jafn farsælan liátt og þegar laxastofninum var bjargað. Ef bæjarbúar almennt setja metnað sinn í að verja ána fyrir hverskonar skemmd- um í framtíðinni, þá fer allt vel. # Sumarið er liðið og enn er komið haust. Á sölnuðum árbökkunum sjást nú ekki lengur galvaskir veiðimenn með stengur um öxl. Enginn blikandi fiskur bregður sér á leik yfir dumbum vatns- fletinum. Flugurnar suða ekki lengur — enginn fugl syngur. Náttúran er hljóð og drungaleg, því gróður og dýralíf hefir búið sig undir komu vetrarins. Við hrygningarstöðvar laxins er orðið einmanalegt um þetta leyti. — Eitthvað eyðilegt og yfirgefið. Niður árinnar hljómar þó enn hinn sami, og í hyljum hennar eru mikil um- svif, dökkra rauðgyltra laxa. Þeir láta þó lítið á sér bera og liggja kyrrlátir hlið við hlið á brotunum. Flestir þeixra hafa varast tálbeitu veiði- mannanna, en sumir máske sloppið af önglinum við illan leik. Þeir eru komnir langt að, til að sameinast á þessum stað og rækja órjúfanlegar skyldur sínar við alda og óborna. — Kynstofninn verður að halda áfram að lifa, — þótt þeir deyji. Laxinn er að byrja að hrygna á malar- botni árinnar, og liver hrygnan af ann- ari leggur hrognum sínum í smálægðir, er þær hafa gert. Um leið og hængurinn Veidimaburinn 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.