Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 20
fór ég að hugsa um, hvernig á þessu stæði, að hann tók strax flugu nr. 4, en ekki nr. 6 — þó voru báðar dökkar, — en að vísu ekki sama tegund. Var það stærðarmunurinn, eða var laxinn að byrja að taka þessa stundina, en vildi ekki taka áðan? Ég ákvað því að reyna aftur smærri flugu, var svo heppinn að ég fann í box- inu Black Doctor nr. 6, einmitt sömu tegund og laxinn tók áður, en það varð árangurslaust, ég reyndi „Charminn" aft- ur og Mar Lodge nr. 5 eða 6, en allt án árangurs, ekki einu sinni rís í þetta skipti. en fiskurinn var til, því liann var annað kastið að sökkva. Nú ákvað ég að reyna verulega stóra flugu, en því miður fann ég enga stærri en nr. 2 „Silver Ranger“. Eftir nokkur köst var fiskur á. sem reynd- ist 31/2 kgr. hængur. Ég vildi ekki gefast upp við smáu flugurnar, en þær reyndust enn gagnslausar. Þar næst setti ég á Cross- field nr. 3, eftir nokkur köst var fiskur á; var það hængur 4 kgr. Ég kastaði nú sömu flugunni aftur og það fór eins og áður, að eftir nokkur köst var fiskur á, hrygna, rúm 5 kgr. Nú voru komnir 4 fiskar á land, eftir tæpa 3 tíma. Ég tók mér hvíld, fékk mér kaffi úr hitabrúsa og hugsaði um þessar tilraunir mínar. Voru þetta allt tilviljanir? Ekki virtist, að það væri nein sérstök tegund, sem hann vildi — Black Doctor, Silver Ranger og Cross- field — dökkar og ljósar og mismunandi stærðir, 2, 3 og 4, en bara ekki smærri. Nú átti ég eftir aðeins klukkutíma af þeim tíma, sem ég ákvað að vera í ánni, eða til kl. 6 e. h., því ég átti langan veg fyrir höndum um kvöldið, og þurfti að skila veiðarfærunum í hús nokkurn spöl frá ánni. Ég byrjaði aftur með smáu flug- urnar, og eftir að ég var búinn að skipta einu sinni um flugu, tók fiskur „Mar Lodge“ nr. 5 eða 6. Það var smálax tæp 2 kgr., í göngu, því hann var grálúsugur, og er ég sannfærður um að þessi lax hefði tekið hvaða flugu sem hann hefði séð, hvort sem hún hefði verið stór eða siná, ljós eða dökk. Enn reyndi ég með sömu flugu, en ekkert ris eða hreyfing! Batt á „Blue Charm“ nr. 3, og á hana kom lirygna tæp 4 kgr., og að síðustu á sömu flugu 3i4 kgr. hængur, og var þá tíminn búinn. Á land voru komnir 7 fagrir fisk- ar. Þessi stutta veiðistund er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrst er nú það, hvað fiskurinn var ör; það er ekki oft sem það kemur fyrir, að lax sé á, allt að því um leið og kastað er út, og það í svo mörg skipti, 7 fiskar á 4 tímum, og þó verið að fikta inn á milli og gera ýmsar tilraunir, eins og að framan getur, og ekki sízt er þetta athyglisvert vegna þess, að nú voru laxarnir ekki í göngu eða nýgengnir, nema aðeins einn, sá minnsti, eins og áður er tekið fram. Svo er flugustærðin. Sá, sem nýgenginn var, tók smáflugu en hinir ekki. Allir fiskarnir eru i sama hyln- um og allir taka á nákvæmlega sama stað í honum, á ekki stærri fleti en pott- hlemmur gat þakið. Ég þykist hafa gert fullkomlega nægi- legar tilraunir með smáu flugurnar, en aftur á móti hafði ég ekki tækifæri til að nota stærri flugu en nr. 2, svo ég veit ekki hvað hann kynni að hafa tekið stóra flugu. Þessi veiðisaga er ekki lengri, en hún verður mér minnisstæð. Með kærri kveðju. Þ. 1 18 VUBIMAOUKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.