Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 22
snerum niður með ánni aftur, til að hitta
félagana og halda heim í kofa, mættum
við þeirn á nriðri leið og sáum strax á-
lengdar, að eitthvað óvenjulegt hafði
komið fyrir þá.
,,Hvernig gekk það?“ hrópaði Deiv,
strax og hann komst í kallfæri.
Þetta var nú ekki h'kt honum, því
venjulega förum við í kringum hvorn
annan eins og köttur í kringum heitan
graut. Hver reyndi að komast eftir veiði
hjá hinum, áður en hann lét uppi
sína eigin veiði. I þetta skipti var Deiv
auðsjáanlega með eitthvað sérstakt í poka-
horninu. Það kom líka á daginn, að hann
var með fisk, og það engan smáfisk.
Við, sem vorum allslausir, gláptum af
undrun er Deiv hampaði ljómandi fall-
egum 26 þumlunga tirriða, er vóg hvorki
meira né minna en 614 pund á mína
eigin vog, sem er metfé og lýgur aldrei.
Við Sam spurðum í þaula, en Deiv
sagði flissandi, „að þetta hefði nú verið
nafntogaður silungur og borið nafnið
Geronimo í lifanda lífi.“
Að þessari fyndni hlóu þeir báðir dátt,
en okkur Sam var ómögulegt að finna
neitt hlægilegt við þetta og mér datt helzt
í hug, að Deiv hefði verið full-lengi út í
hinum brennandi geislum sólarinnar.
Þegar Deiv fór að stillast sagði hann:
„Nú skal ég segja ykkur hvernig þetta
atvikaðist. Þið munið eftir djúpa hylnum
skammt fyrir neðan Lodí. Ég sagði við
sjálfan mig: Hvar myndir þú liggja í
ánni á svona heitum og björtum degi,
ef þú værir silungur? Auðvitað í dýpstu
holunni, sem þú gætir fundið. — Jæja,
ég þangað. Set saman stöngina og vel mér
flugu eftir kjörorðinu: Því minni fluga,
þess stærri fiskur, síðan bind ég uppáhald-
20
ið mitt, svörtu tvívængjuna, stærð 16.
Sveifla með línunni nokkrum loftsveifl-
um og sendi fluguna í hárnákvæmu kasti
við hliðina á fallna trédrumbnum.
Kjamms! og hann er á! Hann hentist
upp og niður hylinn og var ekki kominn
á land fyrr en eftir klukkutíma og kort,
og oft munaði litlu að 3x héldi í þessum
óskapa átökum.“
Ég tel mig ekki einn í hópi þeirra, sem
aldrei trúa veiðisögum félaga sinna, þótt
þær séu nokkuð ævintýralegar, en þetta
var of mikið.
„Deiv. Nú lýgurðu ábyggilega alveg
eftir nótum.“
Deiv þurrkaði sér um augun, en hlát-
urinn sauð ennþá í honum. „Hvað segir
þú Bill? Þeir trúa mér ekki.“
Bill sagði, að bezt væri, að hann segði
nú allan sannleikann í málinu.
„Eins og þið vissuð, héldum við niður-
með og reyndum víða, en urðum ekki
beins varir. Þegar við loks komum niður
að Lodí, fórum við inn í „sjoppuna" og
fengum okkur glas. Eigandinn, Rengla
gamla, var ekkert blíð á manninn frekar
en fyrridaginn og gátum við nú ekki láð
henni það, í þessum fjárans hita.“
Sú gamla hefir altaf verið önug við
veiðimenn og enginn fengið að renna í
hennar hylji, eftir að hún kom í þorpið.
„E-r við komum út aftur, datt okkur í
hug, að gaman væri að sjá þennan fræga
silung, sem við höfðum heyrt sagt frá
í þorpinu, og um leið fornar slóðir einu
sinni enn. Við skriðum undir girðinguna
og löbbuðum gegnum kjarrið á gilbarm-
inum, og niður að ánni rétt fyrir ofan
nýja vatnið. Við kíktum í hylji kerlingar,
og þar sem áin rennur í djúpa stokknnm,
sáum við pevja liggja; — þarna lá heima-
Veidimasuiunn