Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 27
„Vatnið heima, ó, Drottinn minn!“ Eitt a£ því, sem veiðimenn rabba stund- um urn í sambandi við laxinn og háttu hans, er hvernig liann fari að því, að rata aftur til heimkynna sinna eða æsku- stöðva, eftir dvölina í sjónum. Niðurstaðan af slíkum bollaleggingum verður ævinlega sú, að menn afgreiða málið með hinni gömlu og handhægu skýringu, sem nefnd er eðlisávísun — þessu dularfulla og órannsakaða skiln- ingarviti, sem allar skepnur — þar með talin æðsta skepna jarðarinnar — eru gæddar, í mismunandi ríkum mæli. Vísindin eru þó ekki fyllilega ánægð með þessa skýringu. Þau vilja fyrst ganga úr skugga um, hvort eitthvert hinna fimm, gömlu og „vísindalega viður- kenndu“ skilningarvita geti ekki verið svo óvenjulega næmt hjá laxinum, að hann geti notað það sem einskonar „átta- vita“, til þess að „sigla eftir“ upp í árnar. Við skulum þá taka til athugunar þessi fimm skilningarvit, sem við lærðum um í barnaskólanum, og í þeirri röð, sem þau voru venjulega talin þar, sem sé — sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinn- ing. Er sennilegt að fiskurinn sjái svo langt, að það komi honum að notum í þessu efni? Til þess þyrfti hann að sjá gegnum láð og lög, m. ö. o. vera gæddur einhvers- konar fjarskyggni, en það er ekki eitt af hinum vísindalegu viðurkenndu skiln- ingarvitum. Það væri líklega eins gott að muna eftir að ganga varlega að veiði- stöðunum ef þetta ætti að koma upp úr dúrnum! Er hugsanlegt að hann heyri svo vel, að hann geti þekkt ána sína á nið hennar, ef hann kynni að vera frábrugðinn nið annarra vatna? Já, þá þyrftu menn að gæta þess að liafa ekki hátt við árnar! Er hann ef til vill svo þefnæmur, að hann finni einhvern mun á lyktinni af vatninu, eða árbotninum? Honum ætti þá ekki að verða skotaskuld úr því, að finna iyktina af okkur, þegar við komum til þess að heimsækja hann. En honum er ef til vill ekki gefin sú gáfa, að óttast mannaþef! Finnur liann máske á bragðinu af ánni, livort hún er æskuáin lians eða ekki? Fær hann þá ekki óbragð í munninn, þegar við hendum ánamöðkum, gerfiflugum og allskonar „rusli“ út í árnar?! Og að lokum: Getur verið að hann hafi svo næmar taugar, að hann finni mis- mun á því hvernig árstraumurinn leikur urn hann, og það sé straumfall árinnar, sem hann fer eftir? Ekki finnst mér það ólíklegra en hitt, nema síður sé. Þú heldur nú líklega, lesandi góður, 25 Veiðimasurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.