Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 33
Stærstu laxarnir 1951 Elliðaárnar: Hinn 4. ágúst veiddi Þórð- ur Finnbogason á Blue Charm í Fjárhúshyl, 16 punda hæng. Meðalfellsvatn: Hinn 15. ágúst veiddi Bjarni R. Jónsson 16 punda hrygnu. Laxá i Kjós: Hinn 29. júní veiddi Gunn- björn Björnsson á maðk, í Laxfossi, 19 punda hæng. Norðurá: Hinn 30. júní veiddi Stefán Thorarensen á Bl. Dr. nr. 2, á Eyr- inni, 19 punda hrygnu (93 cm.). — Hinn 31. júlí veiddi Ingvar Sigurðs- son á Sveep nr. 6, í Laugakvörn, 19 punda liæng (94 cm.). Hinn 11. ág. veiddi Þóroddur Jóns- son á Bl. Doctor nr. 2, í Myrkhyl, 19 punda hæng. Miðfjarðará: Hinn 16. ágúst veiddi Marí- us Pétursson á maðk, í Langastokki, 22 punda hæng. 18. ágúst veiddi Þorgeir Gissurarson Á Bl. Dortor nr. 4, í Grjóthyl, 21 punda lirygnu. — Alls veiddust 45 laxar á flugu. Korpúlfsstaðaá: Hinn 10. júní veiddi Karl Guðmundsson á maðk, 11 pd. hæng í Fossinum. í Laxá i Aðaldal: Stærsti laxinn, sem veidd- ist þar í sumar, var 32 pd. og veidd- ist á maðk, síðast í júlímánuði, af konu, lrá Lydíu Einarsson. Urriða breytt í lax. Franskur dýrafræðingur, Louis Page að nafni, hefur skýrt franska vísinda- félaginu frá mörgum og merkilegum til- raunum, sem hann hefur gert til þess að breyta venjulegum urriða í bragðgóðan „lax". Page ktæðst hafa veitt því athygli, að laxinn eti öðru fremur vissa tegund skel- dýra. Hann hafði samvinnu við mann einn, sem átti nokkrar fiskiræktunar- tjarnir. Þeir muldu humarskeljar og leystu duftið upp í klóróformi. Síðan létu þeir upplausnina saman við Iiakkað kjöt og gáfu það urriðum. Fiskarnir fengu eina teskeið af þessu í hverjum fimrn kg. af ætinu. Eftir 17 vikur voru þeir farnir að líkjast löxum. Fiskurinn varð ljós- rauður á lit í sárið, og á bragðið eins og bezti lax, þegar búið var að sjóða hann. Aths. Ég hef átt.tal um þetta við nokkra veiðimenn, og þykir okkur öllum freg-nin athyglisverð. En okkur hefir dott- ið í hug, hvort ekki sé hugsanlegt, að vísindamaðurinn rugli saman laxi og sjóbirtingi, þótt ef til vill sé fjarstæða að gruna hann um slíka vanþekkingu. Ritstj. VCIDIMAÐURINN 31

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.