Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 9
engdu þeir aðallega fyrir liann með því,
að hér væri svo ágæt laxveiði. Þetta
sýnir að Ketill liefur verið laxveiðimað-
ur á sínum yngri árunr, þótt þessar for-
tölur hrifu nú ekki, enda karlinn þá
kominn á grafarbakkann.
Nú mun máske einhver segja, að þetta
sanni lítið, því að þeir hali vitanlega
dregið á eingöngu og kært sig kollótta
um allt „sport“. En þetta er alger mis-
skilningur. Bæði er það alkunna, að
fornmenn höfðu miklar mætur á íþrótt-
um, og svo eru líka ýmis dæmi, sem sýna
að netajarðirnar hafa verið rytjukot, en
stangaveiðijarðirnar búsældarbýli. Þann-
ig er í Harðarsögu getið um bónda á
Hvítárvöllum, sem Skeifr hét, félítill
maður. F.n aftur á móti sýnir Hænsna-
Þórissaga, að Þorkell trefill í Svigna-
skarði, Arngrímur goði í Norðtungu og
Blundketill í Örnólfsdal við Þverá voru
allir auðugir menn og höfðingjar.
En ein gleggsta sönnunin er þó setn-
ing, sem stendur í Harðarsögu. Þar er
sagt frá því, að kona Grímkells goða,
sem bjó austur við Þingvallavatn, fór að
heirnan í liálfgerðu fússi og til bróður
síns, Torfa Valbrandssonar að Breiðabóls-
stað í Reykholtsdal. Þar ól hún Grímkeli
dóttur, en lézt af barnsförum. Nri var
Torfi þessi hálfgerð „planta“ og þar að
auki reiður \ið Grímkel út af einhverj-
um smámunum, og því fékk hann lands-
hornamann og flakkara, sem Sigmundur
liét, til þess að færa Grímkeli króann
suður. Sigmundur gleypti við þessu og
hugði að Grímkell myndi launa sér höfð-
inglega. En Grímkeli þótti Torfi hafa
gert sér svívirðing með sendingunni, brást
reiður við og rak Sigmund burtu með
barnið. Sigmundur sat því uppi með
krakkann og „þóttist nú yfir flugu ginið
hafa, er hann tók við meynni af Torfa
segir sagan.“
Þótt hér sé að sjálísögðu sunrt í gamni
mælt, er það eigi að síður staðreynd, að
orðtæki svipuð og það, sem notað er í
frásögninni um Sigmund hér á undan,
er að linna á fleiri stöðum í fornsögun-
um. T. d. segir Rannveig móðir Gunnars
á Hlíðarenda við Sigmund Lambason,
þegar hann hafði vegið Þórð leysingja-
son að áeggjan Hallgerðar:
„Þat er mælt Sigmundr, að skamma
stund verðr hönd höggvi fegin; enda
mun hér svá. Enn þó mun Gunnar leysa
jrik af Jressu máli. En ef Hallgerðr kernr
annarri flugu í munn þér, þá verðr þat
þinn bani.“
Þegar Gunnar hefur leyst Sigmund al'
málinu, mælir hann til hans þessi orð:
„Meiri ert þú ógæfumaðr enn ek ætl-
aða, ok hefir þú til ills Jrína ment. Enn
Jró liefi ek nú gervan þik sáttan við
Njál ok sonu hans, ok skyldir þú nú eigi
annarri flugu láta koma i munn þér.“
Dr. Halldór Halldórsson segist, í bók
sinni, Islenzk orðtök, styðja þá skoðun
Johans Fritzners, að fluga merki hér
„agn“ eða „beita“. Segir hann að til
Jress bendi hin samræðu orðtök, sem orð-
ið agn komi fyrir i og mynduð séu á lík-
an hátt, t. d. að gína við agni og gína yfir
agni. Einnig bendir liann á, að gína yfir
beitu komi fyrir í eiginlegri merkingu í
fornmáli.
Það virðist því einsýnt, að fluga hafi
\erið notuð sem beita til forna, og er
Jrá eðlilegast að álykta, að hún liafi verið
fest á öngul, því að öðrum kosti hefði
þeim ekki verið bani búinn, senr við
henni gein eða tók hana í munn sér.
Vf.iðimaðurinn
7