Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Page 10
í Gísla sögum Súrssonar er getið um fiskistöng í frásögninni af því, er Vé- steinn mágur Gísla reið um völl á Sæ- bóli á leið til Hóls. Fór liann þar um að kviildi og lútti Geirmund frændsvein þeirra bræðra Gísla og Þorkels, en kona sú, er Rannveig hét, sá einnig til ferða hans og þóttist kenna manninn. Bar þeirn ekki saman þegar inn kom, því að Geirmundur vildi leyna hinu sanna. „O- gerla sá ek til,“ sagði hann, „en húskarl ætla ek Önundar úr Meðaldal, ok var í kápu Gísla, en söðulreiði Önundar, ok í ltendi fiskistöng ok veðrar af upp.“ I Itinni gerð sögunnar segir að hann „hefði í hendi fiskistöng og örriðanet á stöng- unum." Ekki mun hér vera átt við veiðistöng til fluguveiða. Veðrar (eint. veður) þýðir járnkrókar, og mætti því láta sér detta í hug, að þetta hafi verið tæki til þess að krækja fisk með. Þess er heldur ekki að vænta, að húskarlar færu nteð flugu- stengur. Þau veiðitæki hafa höfðingjarnir einir notað. Frásögnin um urriðanetin gæti bent til þess, að þessi gerð stangar hefði verið notuð eitthvað í sambandi við netin. Eins og áður var sagt er mikil ástæða til að ætla að fornmenn, sem voru rnikl ir unnendur allra íþrótta og leika, hafi komið auga ;i það, að stangaveiði væri heillandi leikur, sem gæfi mörg tækifæri til tvísýnnar og skemmtilegrar keppni milli rnanns og fisks. Það verður einnig að gera ráð fyrir, að margir þeirra hafi í utanferðum sínum séð fisk veiddan með þessum liætti, því telja má fullvíst, að stangaveiði hafi þá þegar \erið stunduð á Bretlandseyjum og sennilega víðar. En lnin hefur að sjálfsögðu verið „sport“‘ höfðingja og heldri manna, og þess vegna er j)ess ekki að vænta, að húskarlinn, sem um getur í Gísla sögu Súrssonar, liafi fengið að stunda þá íþrótt. Hús- karlar hafa auövitað ekki mátt hand- leika annað en „húkkprik“ og net, og þá á þeim stöðum árinnar, sem höfð- ingjarnir notuðu ekki sjálfir til þess að veiða í á stöng! Við getum lrugsað okkur, hvort það hefur ekki t erið handhægt fyrir Kjartan Olafsson, að skreppa frá Hjarðarholti niður að Laxá og setja þar í nokkra stórlaxa á fögrum sumarkvöldum, þegar áin var full at’ fiski. Má vel ímynda sér að Kjartan hafi fundið eld fara um æðar við þessi átök við konung fiskanna, engu 8 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.