Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 14
eins holan á bakinu, þar sem endinn stendur út á myndinni. Fremst á stiing- inn eru griptengur og aftan við þær ljóstæki, sem laðar bráðina að veiðarfær- inu. íikki hefur náttúran séð ástæðu til að skapa hjól og línu, en fiskurinn dregur veiðina til sín með þeim furðulega hætti, að hann kippir stiinginni aftur á bak í gegnum skrokkinn og út um gatið á bakinu, unz bráðin er komin svo nærri kjaftinum, að hann getur læst í hana tönnum og gleypt hana. A neðri myndinni sést betur, hvernig þessu er öllu komið fyrir. Hún er að vísu af öðrum fiski at sömu ætt. Hann er talsvert stærri, getur orðið allt upp í 1 metra á lengd, og hefur fundizt í liaf- inu fyrir vestan ísland. Náðzt hefur í all- marga fiska af þeirri tegund og þess \egna verið hægt að rannsaka byggingu hans betur. F.ins og sést á myndinni, gengur stöng- in að nokkru leyti þvert gegnum fiskinn. Einnig sjást vöðvarnir, sem hreyfa hana. Vöðvinn, sem merktur er ra, dregur stöngina aftur á bak. Sá, sem merktur er ex, er aftast á stönginni og fremst í skrokknum, og þegar hann dregst sam- an, skreppur stöngin út. Ennfremur eru vöðvar, sem stjórna stönginni að öðru leyti — sveifla henni og snúa, eftir því sem með þarf. Einn þeirra er merktur in, og það er „kastvöðvinn.“ Þessi fiskaætt er á allan liátt mjög merkilegt rannsóknarefni, og sennilegt er talið, að miklu fleiri afbrigði séu til af henni en þau, senr vitað er um. Fund- izt hafa „seiði“ eða lirfur — hálfvaxin dýr — bæði karlkyns og kvenkyns, en ógerningur er oft og tíðum að átta sig á, hvað af því á saman, og fjölda margt eftir að rannsaka enn í þessu efni. En i baráttunni fyrir lífinu niðri í myvkri undirdjúpanna liafa þroskast á þessum dýrum hin furðulegustu líffa-ri og tæki — svo sem rafmagnsljós og veiðistengur. Þetta gæti virzt eins og hvert annað ævin- týri, en áreiðanlegir vísindamenn geta \ottað að hér er um veruleika að ræða. ★ í bók eftir Adrian Conan Doyle sem á íslenzku gæti heitið Hákarlar og kóral- eyjar, er m. a. getið um þessa „stanga- fiska“, og er frásögnin hin íurðulegasta. Honum farast orð á þessa leið: „Úr því að ég er farinn að tala um þessar lýsandi verur hafsins, \ erður les- andinn að afsaka, þótt ég komi með dá- iítinn vitúrdúr. Hann er um furðulegt fyrirbrigði, sem raunar varð ekki á vegi okkar 'við kóraleyjarnar, því að það er aðeins að finna á mörg þúsund feta dýpi, en er samt sem áður þess vert, að á það sé minnst, þótt ekki væri nenia af þeirri ástæðu, að það sannar málsháttinn gamla, að „ekkert er nýtt undir sólinni." Við höfum séð með eigin augum, að jafn- vel hinar svokölluðu lægstu lífverur eru manninum miklu faemri í því að villa á sér sýn eða dulbúa sig. En nvt skal ég segja ykkur frá fiski, sem sjálfur not- ar veiðistöng! Hann lifir á dýpi þar sent myrkrið er svo svart, að svartasta nátt- nvyrkur hér uppi á jörðinni er ekki nema hálfrökkur í samanburði við það. Þarna er grafarmyrkur, sveipað svörtu klæði. Niðri í þessum regindjúpum hefur hinn alvísi sköpunarmáttur séð svo um, að fiskurinn hefur tiltækt skínandi bjart ljós, sem hann notar til þess að kalla með á maka sinn, finna sér æti og gera 1? Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.