Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 21
inn í einn lmausinn, sem ofan á vírnet-
inu lá, til þess að komast undir það,
þótt honiun tækist það ekki. Við frétt-
um einnig, að örninn hefði sveimað mik-
ið yfir netinu, svo að netið varð ekf :
til einskis.
I‘eir Einar og F.rik liófu ni'i að draga
á pollinn og notuðu þeir til þess vírnetið,
sem strengt var yfir pollinn á meðan á
geymslu laxanna stóð, og gekk það sæmi-
lega. \'ið höfðum búið okkur vel o°
dúðað, en það r irtist lítið stoða, haglél-
ið buldi á okkur og vorum við farnir
að skjálfa innan stundar, ég ekki minnst,
enda gerði ég lítið annað en að horfa á
hina og basla við að taka myndir af
þeim í lélegri birtu, skjálfandi enda á
milli Ekki mátti á milli sjá hvor
meira skylfi, Jóhannes eða „traktorinn“.
Oft gaut ég augunum til öí’sins
míns, sem stóð handan við ána. Þar var
nefnilega sjóðandi kaffi á brúsum, sem
hefði komið sér vel á staðnum, en um
það tjóaði ekki að fást. Eg hef því nokkra
afsökun fyrir því að myndirnar eru ekki
betri en raun ber vitni.
Erik kann augsýnilega sitt starf til
hlítar, því mjög skammur tími fór í að
kreista hvern laxinn og skila honum í
pollinn aftur, en þar beið hann þess að
verða merktur.
Mynd II og III sýna þegar Erik veður
í land með þá vænstu og kreistingu henn-
ar. Ki eist er í þvottafat með svolitlu vatni
í, og er vatnið til þess að hrognin skadd-
ist ekki þegar þeim er hellt á milli.
Svilin eru kreist ofan á hrognin og
tekur þetta allt miklu skemmri tíma en
frásögnin. Kreisting þessara tveggja fiska
tók ekki yfir 30 sek. Að kreistingunni
lokinni eru hrogn og svil hrærð saman
og hefur þá frjóvgun hrognanna farið
fram (Mynd IV) en eftir það rekur
tíminn endahmitinn á klakið í klakhús-
inu.
Haglélið lierjaði á okkur sleitulaust
19
Veibimadukinn