Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Síða 30
jafnóðum og hugurinn sagði til? Nei,
—þrautin var nú ekki þyngri en það.
Og eftir alls konar ,,flugur“, stórar
og smáar og ýms, bæði stutt og löng
köst (uppköst) urðu þessar vísur til, und-
ir garnla og góða vorlaginu: „Þú vor-
gyðja svífur“.
Nú syngjum vér kátir vort laxveiðilag
því létt er við sönginn að kynnast,
og lundin er glöð því að ljúft er í dag
á laxveiðistundir að minnast.
Þótt árlega hljótum við skammdegisskammt
við skundum á veiðar í huganum samt. :,:
En svo kemur vorið og veröldin skín
og vetrarins rætist úr draumum.
Þá elvan þig kallar að koma til sín
að kistum og fossum og straumum.
Þar tók hjá þér lax, sem var sterkur og stór,
en stærri var hinn, — sem með öngulinn fór! :,:
Svo læt ég hér fylgja aðra vísu, sem
varð til í sumar við ána (Laxá í Leirár-
sveit) eftir erfitt og þreytandi laxveiði-
leysis-labb. Það má raula hana undir lag-
inu, „Hvað er svo glatt“.
Að sjálfsögðu læt ég þig og aðra fé-
lagsmenn um að dæma, hvort þessar vís-
ur mínar séu hæfar til slíkra nota, sem
þú talaðir um.
Hve yndisleg er hvíld í grænu grasi
í geislum prýddum hvamm við elvarnið,
svo órafjærri lífsins mæðu og masi
cn mitt í náttúrunnar söngvaklið.
— og létt og ört er lax í ána genginn
og ljúft og liollt að glíma um stund við hann.
— Hve gott er þá að gleyma sér við strenginn
fvrir göngulúinn stangarveiðimann!
Já, — finnst þér ekki, eins og mér,
kæri stangarveiðifélagi, auðvelt að
gleyma sér við strenginn. Þú kemur
kannske að veiðistað í ánni eftir rnargra
klukkustunda erfitt labb, á þungum stíg-
vélum, hlaðinn boxum og blýi og út-
n
troðinni tösku, annaðhvort í veiðikáp-
unni eða með hana hangandi einhvers
staðar utan á þér, í böndum eða belti,
— og ptt! Ég þori nú varla að minnast á
það, ef þú hefur verið svo heppinn að
„setja í“ einn eða tvo, — ja, ég fer
ekki hærra, eins og maður sagði hér í
Bridge-inum í gamla daga.
Þú kastar af þér öllum pinklum og
pokum, boxum og blýi og síðast sjálf-
um þér, uppí-loft í grasið. Þú horfir upp
í himinninn, eða þú lokar augunum —
og þti finnur hvernig Jrreytan líður burt
tir líkama þínum og þín göngulúnu bein
öðlast smátt og smátt, en öruggt, sinn
eðlilega þrótt á ný. Þinn hugur reikar
víða, og þar senr þti liggur í grasinu,
ertu máske fyrr en varir farinn að glíma
við Jrann stóra, sem þú misstir uppfrá
áðan! Já, ég var klaufi þá, ég var víst
„of frekur á honum“, eða „gaf ég hon-
um nokkurn tíma slakt“? Kannske var
flugan of lítil? Eða var hún kannske of
stór? Nei, þú kemst ekki að neinni nið-
nrstöðu, sem betur fer, vil ég segja, þ\ í
ef við þekktum lykilinn að okkar dutl-
ungafulla laxi, þá mundi viðureign okk-
ar við hann verða auðveld og ánægjan
og eftirvæntingin Jrar af leiðandi engin.
Allt í einu hrekkur þú upp úr hugar-
draumum þínum við skvamp úti í ánni,
Jni ert ekki líkt Jrví orðinn afþreyttur,
en þetta var ábyggilega stórlax! — Þú
þrífur stöngina og boxið og — — —
Hve gott er þá að gleyma sér við streng-
inn fyrir göngulúinn stangarveiðimann!
Og vertu nú blessaður, Víglundur minn.
Ég vil ekki lengur slóra.
En dveldu senr lengst við Doctorinn þinn
og dundaðu við „þann stóra".
Guðm. Sigurðsson.
Veiðimaouri.nn