Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Side 41
húin. Hún lofaði honum að taka og
snúa sér við, en brá síðan liðlega við
honum með stangartoppnum.
Xúðureignin var skemmtileg, enda þótt
frúin hefði getað komizt af með nokkru
færri ráðleggingar. Eiginmaður hennar,
sem endranær var rólyndur og gætinn,
missti allt vald yfir sér og varð æstur
hvert sinn, sem hún var með fisk á. Hann
klessti sér upp að hliðinni á henni, sagði
iienni að vinda inn á hjólið, halda upp
stangartoppnum, gefa fiskinum eftir og
horfa niður fyrir fæturna á sér. Og allt
sagði hann þetta með svo miklum há-
vaða, að ókunnugir hefðu getað ímynd-
að sér að hún væri heyrnarlaus. Og
asninn gerði sínar athugasemdir með
því að stynja, rymja og sletta eyrunum
í allar áttir.
Að lokum óð Tom út á grynninguna
\ ið straumjaðarinn, færði faglega í lax-
inn og sveiflaði honum spriklandi upp
á grasbakkann og hélt honum þar föst-
um meðan hann var að þjónusta hann
með skaptinu á ífærunni. Þetta var falleg
lirygna með hústinn maga og reynist tæp
9 pund á pundara Toms.
„Þetta er fyrsti írski laxinn minn,“
sagði frt'i Evans hreykin, þegar þau
stóðu þarna þrjú og horfðu á spegilfagr-
an fiskinn, sem lá við fætur þeirra á
grasinu.
Jim Evans ætlaði að fara að vekja
athygli á því, að laxinn væri enn með
lúsinni, þegar nýr rymur heyrðist í asn-
anum.
„Nú er hann að óska yður til ham-
ingju,“ svaraði Tom. „Hann lítur konur
liýru auga.“ Asninn hreytti nú um stöðu,
sperrti eyrun og horfði á vissan stað
neðar í ánni. „Það er líka mjög senni-
legt að hann sjái annan tökufisk.“
fim gekk aftur upp í lyngmóana og
sótti stöngina sína. Hann reyndi að
ganga hægt og stillilega, en veiðivonin
knúði liann til að hraða sér. Hann sagði
við Tom Walsh: „Svei mér, ef þér eruð
ekki húinn að telja mér trú um að asn-
inn sé að leiðbeina okkur. Hvar vill
hann að ég renni?“
Tom W'alsli brosti. „Það er slæmt að
hann skuli ekki vera maður. Hann liefði
orðið duglegur veiðiþjófur. Og það er
nú til þess að hann sé ekki sístelandi sem
ég hef hann úti í eyjunni allt sumarið."
„Getið þér ekki tjóðrað hann?“ spurði
frú Evans. Hún kenndi dálítið í brjósti
um útlagann.
„Mönnum hefur ekki enn tekist að
finna upp þann hnút, sem hann getur
ekki leyst með tönnunum,“ svaraði leið-
sögumaðurinn. „Og um leið og liann er
latts, gengur hann um og stelur korni,
sykri, eplum og perum á hverjum hæ
í mílu fjárlægð liérna umhverfis Cushat-
rower. Já, liann er mesti vandræðagepill,
skömmin sú arna.“
„Hvar itafið þér hann á veturna?“
spurði frúin.
Nt'i ciskraði asninn aftur og truflaði
samtalið.
„Það er hezt að ég renni,“ sagði Jim
Evans, og hélt að asninn væri að reka á
eftir sér, þótt liann væri sárgramur við
sjálfan sig fyrir að trúa þessu.
„Þér skuluð ekki taka mark á hon-
um, lierra minn,“ sagði Tom Walsh.
„Hann er eirðarlaus eins og allir þjc'tfar.
En það sakar ekki þótt við hvílum hyl-
inu svolítið eftir fiskinn áðan.“ Hann
Veidlmaðurinn
39