Veiðimaðurinn - 01.12.1954, Blaðsíða 50
eftir nokkra stund, batt hann við sig
og hélt áfram að kasta. Eftir stntta stund
var annar kominn á hjá honum. Verð-
ur nú þeim, sem í landi voru, litið af
lionum sem snöggvast, en þegar þeir
líta aftur út á klöppina er þar enginn
maður. í þess stað sjá þeir mannsfætur
og stangartopp upp úr vatninu á hraðri
ferð niður ána. Þóttust þeir sjá fram á,
að veiðimaðurinn mundi nú þurfa að
gjalda hinn rnikla afla með lífi sínu,
en kunnu engin ráð til að afstýra því.
Svo heppilega vildi þó til, að straum-
urinn sr eigði inn í hringiðu nálægt landi
nokkru neðar og bar manninn þangað.
Kom hann þar undir sig fótunum með
næstum því yfirnáttúrlegum hætti, þá
orðinn helblár og kominn að köfnun.
Hann gaf sér þó ekki tíma til að hugsa
neitt frekar um þessa ferð sína að landa-
mærum lífs og dauða, heldur vatt í
skyndi inn á hjólið, það sem úti var af
línunni; og þegar hann fann að viðnám
var veitt í vatninu, hrópaði hann glaður:
„Hann er d ennþá, drengir!“ og hélt svo
áfram að þreyta sinn lisk.
★
Hann sneri á báða.
S.L. sumar voru þeir Daníel Fjeldsted
læknir og Magnús Vigfússon fulltrúi
saman á laxveiðum í Grímsá, eins og
svo oft áður. Síðari hluta dags, um kl.
G, var Magnús niður við Lambakletts-
fljót og setti þar í vænan lax á Blue
Doctor. Viðureignin stóð stntta stund
því fiskurinn sleit rétt eftir að hann tók
og fór með allt girnið. Þegar Magnús
fór að athuga, hvað valclið hefði, kom
í Ijós að fremsti hluti línunnar var fúinn
og skar hann frarnan af henni nokkurn
spotta til þess að brenna sig ekki aftur
á sama soðinu.
Morguninn eftir var Daníel að veiða
á maðk í Fossinum. Setti hann fljótlega
í fisk og tók nokkuð fast á honurn, eins
og menn gera við lax, sem þeir telja vel
„tekinn“ á maðk. Eftir nokkra stund
losnar laxinn skyndilega af, en Daníel
clregur inn á öngli sínum flugugirni
Magnúsar með flugunni, og kom þá í
ljós að línan hafði slitnað við hnútinn.
Rétt áður en laxinn fór af, höfðu þeir
tekið eftir því, að maðkurinn kom upp
úr vatninu svo fangt frá faxinum, að
þeinr þótti það mjög undarlegt. En
þannig liafði viljað til, að öngull Daníels
kræktist í lykkjuna á girni Magnúsar,
og þar sem flugan var enn föst í fiskin-
um, fékk Daníel hann á með þessum
hætti. Er hugsanlegt að hann liefði náð
honum, ef hann hefði áttað sig á því
í tíma, hvernig hann var „tekinn“. Er
ekki annað hægt að segja en að áin
hafi farið þarna skemmtilega að, til þess
að losa laxinn við flugu Magnúsar og
Daníef hafi í aðra röndina rnátt vera
ánægður með að verða þar til aðstoðar
með þessum sérstæða hætti.
★
Var hann samt feigur?
ÞAÐ er gömul og ný reynsla allra
veiðimanna, að laxinn getur stundum
átt til að taka þegar þeir eiga þess sízt
von og látið sem hann sjái ekki agnið
þegar öll skilyrði virðast fyrir hendi til
hins gagnstæða.
48
Veiðimaðurinn