Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 7
KRISTJÁN GÍSLASON: //Mftddama Karólín SVO sem nærri má geta er æði margs að minnast frá þrjátíu ára óslitnum veiði- mannsferli. Ekki er það allt merkilegt sagnaefni, enda verður fæst af því fært í letur. Gildi minninganna er heldur ekki bundið því, að bera þær á torg. Skulu þær fyrst og fremst vera andlegur lífsbrunnur eigendum sínum, sem þeir ávallt geti teygað af á lífsreisu sinni. Ekki er samt því áð leyna, að sitthvað l>ar við, senr einhverjum kynni að þykja (imaks vert að rýna í. í trausti þess að ég liafi í því efni rétt fyrir mér, ætla ég nú að rifja upp eitt minnisvert brot úr minni löngu veiðimannssögu. Bið ég menn að draga ekki í efa sannleiksgildi frásögunnar, en minnast þess, að í veröld veiðimannsins geta allir hlutir komið fyrir, mögulegir sem ómögulegir! Það var í ágústmánuði, sólfagran, yndislegan morgun. Einn þeirra, sem sí- felt eru dásamaðir, en þó aldrei eins og vert væri. Nývakinn blær í laufi. Sindrandi dögg á flótta undan rísandi sól. Eiðrildaleikur í lofti. Flugnavals um strá og blómkrón- ur. Fuglar klifu loft, vöppuðu unt móa, sungu margradda óð til lífsins og gleð- innar. Áin var eins og skínandi silfurband í hægum blæ, nenta óendanlega miklu fegurri, þrungin seiðandi afli — ómót- stæðileg. Ég stóð á bakkanum, svo átakanlega lítil og þýðingarlaus aukapersóna á hinu stórkostlega leiksviði tignar og fegurðar. Hlaut ég hér allt að þiggja — en engu að miðla. I höndum mér hélt ég á forláta ílugu- stönginni minni, hinum trygga föru- naut. í grasinu við fætur mér lá hið venjulega fylgidót veiðimannsins, ó- reghdega slaðsett, líkt og búslóð í flutn- ingum. Þar var þó engu ofaukið og einsk- is vant. Hver einstakur lilutur var þaul- hugsaður hlekkur í háþróaðri keðju. Hér var heldur enginn viðvaningur á ferðinni, enginn fumandi mistakamaður, ekki anandi „maðkadorgari". Ég hafði fyrir löngu leyft mér að kynna mig sem „sannan veiðimann“. Ég var hertur, slíp- aður og fágaður af tuttugu ára látlausri viðleitni til að ná fullkomnun í listinni. Þó ekki hefði ég prófskírteini upp á vas- ann, fór naumast milli mála, að ég var útskrifaður úr liinni æðstu allra mennta- stofnana, háskóla reynslunnar — var auk þess víðlesinn í erlendum veiðiblöðum. Flugurnar mínar skijttu hundruðum — ef ekki þúsunduin — allar stærðir. Ótelj- andi litir þeirra og litasambönd voru Vj-.IOI M ADURIN N 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.