Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 7
KRISTJÁN GÍSLASON: //Mftddama Karólín SVO sem nærri má geta er æði margs að minnast frá þrjátíu ára óslitnum veiði- mannsferli. Ekki er það allt merkilegt sagnaefni, enda verður fæst af því fært í letur. Gildi minninganna er heldur ekki bundið því, að bera þær á torg. Skulu þær fyrst og fremst vera andlegur lífsbrunnur eigendum sínum, sem þeir ávallt geti teygað af á lífsreisu sinni. Ekki er samt því áð leyna, að sitthvað l>ar við, senr einhverjum kynni að þykja (imaks vert að rýna í. í trausti þess að ég liafi í því efni rétt fyrir mér, ætla ég nú að rifja upp eitt minnisvert brot úr minni löngu veiðimannssögu. Bið ég menn að draga ekki í efa sannleiksgildi frásögunnar, en minnast þess, að í veröld veiðimannsins geta allir hlutir komið fyrir, mögulegir sem ómögulegir! Það var í ágústmánuði, sólfagran, yndislegan morgun. Einn þeirra, sem sí- felt eru dásamaðir, en þó aldrei eins og vert væri. Nývakinn blær í laufi. Sindrandi dögg á flótta undan rísandi sól. Eiðrildaleikur í lofti. Flugnavals um strá og blómkrón- ur. Fuglar klifu loft, vöppuðu unt móa, sungu margradda óð til lífsins og gleð- innar. Áin var eins og skínandi silfurband í hægum blæ, nenta óendanlega miklu fegurri, þrungin seiðandi afli — ómót- stæðileg. Ég stóð á bakkanum, svo átakanlega lítil og þýðingarlaus aukapersóna á hinu stórkostlega leiksviði tignar og fegurðar. Hlaut ég hér allt að þiggja — en engu að miðla. I höndum mér hélt ég á forláta ílugu- stönginni minni, hinum trygga föru- naut. í grasinu við fætur mér lá hið venjulega fylgidót veiðimannsins, ó- reghdega slaðsett, líkt og búslóð í flutn- ingum. Þar var þó engu ofaukið og einsk- is vant. Hver einstakur lilutur var þaul- hugsaður hlekkur í háþróaðri keðju. Hér var heldur enginn viðvaningur á ferðinni, enginn fumandi mistakamaður, ekki anandi „maðkadorgari". Ég hafði fyrir löngu leyft mér að kynna mig sem „sannan veiðimann“. Ég var hertur, slíp- aður og fágaður af tuttugu ára látlausri viðleitni til að ná fullkomnun í listinni. Þó ekki hefði ég prófskírteini upp á vas- ann, fór naumast milli mála, að ég var útskrifaður úr liinni æðstu allra mennta- stofnana, háskóla reynslunnar — var auk þess víðlesinn í erlendum veiðiblöðum. Flugurnar mínar skijttu hundruðum — ef ekki þúsunduin — allar stærðir. Ótelj- andi litir þeirra og litasambönd voru Vj-.IOI M ADURIN N 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.