Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 19
STEFÁN GUÐNASON, læknir: Atján (nxnr n hálftímn . DALASÝSLA er mest. i Gósenland fyrir \ eiðimenn. Heita má að þar sé fisknr í hverri lænu. í Hörðudalsá, Miðá, Hauka- dalsá, Laxá í Laxárdal, Fáskrúð og Hvammsveitaránum, svo að nokkrar séu nefndar, er ýmist lax eða silungur, sum- um hvorttveggja. Óvíst er að ég hefði nokkurntíma borið stangarveiði við, ef ég hefði ekki hafnað um skeið í þeirri góðu sýslu, Dölum, og komizt í dálítil kynni við árnar þar, eink- um Laxá og Haukadalsá. Laxá í Dölum, eins og veiðimenn nefna hana tíðast, kynntist ég mest. Ekki var nema svo sem iO mínútna gangur að henni, frá heimili mínu. Hún er ekki neitt stórfljót, nerna í leysingum og vatnavöxtum, en þá gat hún orðið ófær yfirferðar, utan brúar. A vorin, eftir að \orleysingar eru um garð gengnar, og framan af sumri, er þurrkar hafa lengi gengið, getur hún orðið mjög vatnslítil, svo að nærri má stikla hana á skóm. Þá getur laxinn ekki gengið upp, en bíður við ósinn í torfum. Víða eru í henni fög- ur fljót og hyljir, og veiðilegir strengir, og margar nafngiftir á veiðistöðum sér- kennilegar og fagrar: Papi, Kistur, Þegj- andi, Kristnapollur. Ég held að ég hafi tæpast séð veiði- stöng fyrr en í Búðardal, hjá Þorsteini Höfundurinn mefí „einn af atján“. sýslumanni. Átti liann greenheart-stöng, mikinn grip, og var það fyrsta stöng, sem ég lagði hendur á og freistaði að veiða með. Ekki mun sú fyrsta tilraun hafa borið mikinn árangur, en þar með hafði ég tekið þá sótt, sem elnaði skjótt og lítil batamerki sýnir enn. Skömmu síðar átti ég ferð til Reykja- víkur. Morguninn eftir að ég kom þang- að var ég áð spóka mig í fögru veðri á götum borgarinnar, og varð þá gengið niður Laugaveginn. Kom ég þá að búð- arglugga, sem í voru veiðistengur og fleiri veiðarfæri. Gekk ég inn í búðina, heilsaði upp á kaupmann og tjáði honum að ég liefði í hyggju að gerast stangarveiðimað- ur, en vantaði tilfæringar. Hann tók mér vel og kvað auðvelt að bæta úr því. Lauk okkar viðskiftum svo, að ég fór frá hon- um með stöng, forkunnar fríða, 11 feta Veidimadurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.