Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 22
Meginið af laxinum í Laxá er frem-
ur smár, þó að yfir 20 punda laxar hafi
veiðst þar. Stærsti laxinn, sem ég veiddi
í þeirri á, vóg 19 pund og fékkst á flugu,
Durham Ranger nr. 3, í Kristnapolli.
Það mun hafa verið sumarið 1936,
er lengi höfðu gengið miklir þurrkar,
og áin var svo lítil, að hún var tæpast
eða ekki laxgeng, að stórrigningu gerði
með miklum vatnavöxtum. Lækir og
ár beljuðu kolmórauð um hvern farveg,
og jörðin svalg himnadöggina, langþyrst
eftir hina miklu þurrka. Stórrigningunni
slotaði fyrrihluta dags. Gerði bezta veð-
ur og loftið var hreint og tært, eins og
jafnan eftir rigningu.
Upp úr nóninu greip mig næsta óvið-
ráðanleg löngun, að líta á ána, vita hvort
farið væri að setja niður í henni og morið
að minnka. Eg hafði þá nýlega eignast
farartæki, gamlan Chevrolet-bíl, árgerð
1929, allra bezta fararskjóta, fyrir þá vegi,
sem þá gerðust. Settist ég nú upp í bílinn,
ásamt dætrum mínum tveim, 7 og 5 ára,
sem sóttust mjög eftir bílferðum, sem
ekki var mót von, á þeim aldri og þeim
tímum, er bílferðir voru mikið nýnæmi.
Þegar að ánni kom var sýnilegt að
talsvert hafði sjatnað í henni, og mórygl-
an minnkað til muna. Ég gekk nú út á
brúna, gægðist niður í Brúarstrenginn og
sá ekki betur en eitthvað væri þar kvikt.
Stöngin var í bílnum og fáeinir maðk-
ar í dós, frá síðustu veiðiferð. Setti ég
nú saman, beitti maðki og kastaði út í
strenginn, svona hinsegin, því að ekki
átti ég von á, að lax tæki í svona grugg-
ugu vatni. Ég hafði þó nokkuð þunga
sökku á, því að straumkast var mikið, og
strengurinn miklu dýpri og vatnsmeiri
en vanalega. Ekki voru nema nokkrir
faðmar af línunni komnir út er fiskur
var á, sprettharður vel. Stökk hann og
strikaði, og hinn eftirsótti, þægilegi
veiðiskjálfti læsti sig um hverja taug
veiðimannsins. Stöngin var fremur lítil
og grönn og lína við hæfi, svo að viður-
eignin var mátulega spennandi, og lauk
með því að 7 punda, skínandi, nýrunn-
inn, allúsugur hængur spriklaði á græn-
um árbakkanum.
Ekki er að orðlengja það, að þarna
tók á skömmum tíma hver laxinn á fæt-
ur öðrum. Viðureignin var skemmtileg,
íiskarnir nýrunnir og sprækir. Það var
aldeilis líf í tuskunum. Laxarnir stukku
í ánni og telpurnar hoppuðu í loft upp á
bakkanum, í takt við laxana, og ráku við
og við upp aðdáunar- og siguróp. Hefi
ég aldrei haft jafn áhugasama áhorfend-
ur að veiðiskap mínum.
Beitan var nú að ganga til þurrðar,
en svo var veiðihugurinn gífurlegur, að
ekki gaf ég mér tíma til að skjótast heim
á bílnum, til þess að sækja maðk. Spurði
ég nú eldri telpuna, hvort hún trevsti
sér til að hlaupa heim og sækja maðkinn,
og hélt hún það nú. Bað ég hana þá að
vera fljóta, og tók hún þegar til fótanna
og dró ekki af sér. Settist nú sú yngri á
þúfu og fylgdist með ferðum systur sinn-
ar. Hugsa ég að gamli bíllinn hefði orð-
ið lítið fljótari í ferðum en sú stutta, því
að eftir ótrúlega stutta stund kom hljóð
frá þúfunni: „Hún er að koma, hún er
að koma“. Leit ég upp og sá hvar ljós-
leitur hnoðri kom þjótandi, sem kólfi
væri skotið, niður næstu brekku á veg-
inum og nálgaðist óðfluga. Er hún kom
20
Veiðimaðurinn